Óvæntur sigur Fjölnismanna

Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson freistar þess að snúa á Helga Björn …
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson freistar þess að snúa á Helga Björn Einarsson, leikmann Hauka. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjölnir, sem aðeins hafði unnið einn leik í Dominos-deild karla í körfuknattleik, þegar blásið var til leiks í kvöld, gerði sér lítið fyrir og vann Keflavík íþróttahúsinu í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld, 98:81, þegar liðin mættust í áttundu umferð úrvalsdeildarinnar.  Í hinni viðureign kvöldsins unnu Haukar lið Njarðvíkur með eins stigs mun, 67:66, í Schenkerhöllin á Ásvöllum. 

Fjölnisliðið var sterkara frá upphafi til enda leiksins við Keflavík. Það var með fjögurra stiga forskot í hálfleik, 42:38, og hélt síðan áfram að bæta við forskot sitt í þriðja og fjórða leikhluta. Daron Lee Sims skoraði 31 stig fyrir Fjölni og Arnþór Freyr Guðmundsson 22 en William Graves gerði hvorki fleiri né færri en 39 stig fyrir Keflvíkinga. 

Keflavík hefur þar með tapað fjórum leikjum og unnið jafnmarga og féll niður í sjötta sæti. Haukar tóku hinsvegar við fimmta sætinu með sigrinum nauma á Njarðvík sem er í sjöunda sæti. 

Haukar - Njarðvík 67:66

Schenkerhöllin, úrvalsdeild karla, 28. nóvember 2014.

Gangur leiksins:: 2:2, 7:8, 15:15, 19:19, 21:22, 23:24, 26:24, 30:28, 33:35, 40:39, 46:41, 51:48, 56:55, 59:57, 64:62, 67:66.

Haukar: Alex Francis 20/5 fráköst, Haukur Óskarsson 15/8 fráköst, Kári Jónsson 12/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 9, Sigurður Þór Einarsson 5, Emil Barja 3/4 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Björn Einarsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 4 í sókn.

Njarðvík: Dustin Salisbery 26/10 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 12/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9/9 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 8, Logi Gunnarsson 7, Ólafur Aron Ingvason 2/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Jón Bender, Eggert Þór Aðalsteinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Fjölnir - Keflavík 93:81

Dalhús, úrvalsdeild karla, 28. nóvember 2014.

Gangur leiksins:: 4:8, 14:13, 18:16, 20:19, 23:24, 29:28, 39:35, 42:38, 52:47, 54:55, 61:59, 72:63, 74:70, 81:76, 85:78, 93:81.

Fjölnir: Daron Lee Sims 31/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 22/5 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 10/4 fráköst, Sindri Már Kárason 10/7 fráköst, Davíð Ingi Bustion 6/5 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 5, Róbert Sigurðsson 4/5 stoðsendingar, Valur Sigurðsson 3, Þorgeir Freyr Gíslason 2.

Fráköst: 21 í vörn, 10 í sókn.

Keflavík: William Thomas Graves VI 39/10 fráköst, Valur Orri Valsson 15, Gunnar Einarsson 7/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7, Reggie Dupree 6, Davíð Páll Hermannsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Tómas Tómasson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert