Enn einn sigur Snæfells

Berglind Gunnarsdóttir tók 12 fráköst fyrir Snæfell í kvöld en …
Berglind Gunnarsdóttir tók 12 fráköst fyrir Snæfell í kvöld en skoraði auk þess 5 stig og gaf 5 stoðsendingar á samherja sína. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslandsmeistarar Snæfells í körfuknattleik kvenna bættu við enn einum sigrinum í kvöld þegar liðið vann stórsigur á Breiðabliki 79:45. Heil umferð er leikin í kvöld en einum leik er ólokið þar sem framlengja þurfti til að knýja fram úrslit.

Þar er um að ræða leik Vals og Grindavíkur en þar var staðan 63:63 að loknum venjulegum leiktíma.

Keflavík burstaði Hamar frá Hveragerði 114:46 og er í 2.-3. sæti deildarinnar ásamt Haukum sem unnu góðan útisigur á KR 72:58. Eru liðin fjórum stigum á eftir Snæfelli sem aðeins hefur tapað einum leik í deildinni.

KR - Haukar 58:72

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 17. desember 2014.

Gangur leiksins:: 1:6, 4:6, 5:9, 12:14, 19:21, 25:30, 28:32, 30:35, 35:37, 39:40, 43:42, 45:51, 45:55, 47:61, 54:64, 58:72.

KR: Simone Jaqueline Holmes 14/4 fráköst/3 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 9/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 9, Helga Einarsdóttir 7/11 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 6, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 6/5 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 3, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 2, Sólrún Sæmundsdóttir 2.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Haukar: LeLe Hardy 34/25 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 11/8 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 8/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Þóra Kristín Jónsdóttir 3, Auður Íris Ólafsdóttir 2/7 fráköst, Inga Rún Svansdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 19 í sókn.

Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Jón Bender.

Snæfell - Breiðablik 79:45

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 17. desember 2014.

Gangur leiksins:: 4:4, 6:6, 12:6, 21:8, 28:13, 34:17, 39:20, 44:23, 49:25, 51:27, 59:31, 59:35, 63:37, 65:39, 71:43, 79:45.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 22/9 fráköst/6 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, María Björnsdóttir 12, Hildur Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Berglind Gunnarsdóttir 5/12 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Alda Leif Jónsdóttir 4, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/5 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/7 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 24 í sókn.

Breiðablik: Arielle Wideman 11/8 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10/9 fráköst, Aníta Rún Árnadóttir 8, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 7, Berglind Karen Ingvarsdóttir 5, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Keflavík - Hamar 114:46

TM höllin, Úrvalsdeild kvenna, 17. desember 2014.

Gangur leiksins:: 6:2, 17:8, 26:11, 32:14, 38:19, 45:22, 56:22, 58:22, 65:27, 71:27, 74:31, 85:36, 90:36, 94:43, 102:46, 114:46.

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 36/11 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 21/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 12/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 10/14 fráköst, Lovísa Falsdóttir 9, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7/6 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 7/7 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Hallveig Jónsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2.

Fráköst: 36 í vörn, 19 í sókn.

Hamar: Sydnei Moss 20/10 fráköst, Katrín Eik Össurardóttir 9, Þórunn Bjarnadóttir 8/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/7 fráköst/3 varin skot, Sóley Guðgeirsdóttir 2/5 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 18 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Sigurbaldur Frimannsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert