Grindavík vann Val eftir framlengdan leik

Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 22 stig fyrir Grindavík í kvöld og …
Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 22 stig fyrir Grindavík í kvöld og tók 10 fráköst. mbl.is/Ómar Óskarsson

Grindavík hafði betur eftir framlengdan leik gegn Val í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í Vodafone-höllinni í kvöld 77:71.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 63:63. 

Leikurinn var afar mikilvægur því liðin voru jöfn í 4. - 5. sæti deildarinnar fyrir umferð kvöldsins. Grindavík hefur þar af leiðandi tveggja stiga forskot á Val þegar deildin fer í jólafrí. Grindavík er hins vegar enn sex stigum á eftir Haukum og Keflavík sem eru í sætunum fyrir ofan og unnu bæði í kvöld. 

Valur - Grindavík 71:77

Vodafonehöllin, Úrvalsdeild kvenna, 17. desember 2014.

Gangur leiksins:: 4:8, 14:15, 15:21, 19:21, 21:25, 21:29, 25:31, 32:31, 36:37, 38:41, 46:43, 51:45, 51:49, 55:50, 57:55, 63:63, 65:67, 71:77.

Valur: Ragnheiður Benónísdóttir 21/13 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16/11 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 9/6 fráköst/6 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 8, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/7 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 5, Elsa Rún Karlsdóttir 2, Sara Diljá Sigurðardóttir 2.

Fráköst: 30 í vörn, 13 í sókn.

Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 22/10 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 15, María Ben Erlingsdóttir 13/6 fráköst, Rachel Tecca 13/11 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 7, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 5/4 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Ísak Ernir Kristinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert