Dramatískur Stjörnusigur - KR og Tindastóll juku forskotið

Matthías Orri Sigurðarson með skot en Dagur Kár Jónsson er …
Matthías Orri Sigurðarson með skot en Dagur Kár Jónsson er til varnar, í Seljaskóla í kvöld. mbl.is/Golli

KR vann í kvöld sinn ellefta sigur í Dominos-deild karla í körfuknattleik þegar fimm leikir fóru fram í 11. umferð. KR vann botnlið Fjölnis með gríðarlegum yfirburðum og það sama gerði Tindastóll gegn Skallagrími á Sauðárkróki. Spennan var hins vegar mikil í Breiðholti þar sem ÍR og Stjarnan mættust.

Langmesta dramatíkin var í Breiðholtinu þar sem Stjarnan var yfir lengst af en í lokin, þegar aðeins 7 sekúndur voru eftir, komst ÍR yfir þegar Kristján Pétur Andrésson stal boltanum og skoraði. Jón Orri Kristjánsson reyndist hins vegar hetja leiksins þegar hann skoraði sigurkörfuna þremur sekúndum fyrir leikslok.

Njarðvík vann öruggan sigur á Þór Þorlákshöfn, 96:68, í kveðjuleik Dustin Salisbery sem kvaddi með látum en hann skoraði 44 stig og tók 13 fráköst. Grindavík vann svo Snæfell 98:87 þar sem Grindvíkingar skoruðu meðal annars 18 fyrstu stigin í 2. leikhluta og bjuggu sér til gott forskot.

Tölfræðina úr öllum leikjum má sjá hér að neðan.

Staðan: KR 22, Tindastóll 18, Haukar 14, Stjarnan 14, Njarðvík 12, Snæfell 10, Þór Þ. 10, Keflavík 10, Grindavík 8, Skallagrímur 4, ÍR 4, Fjölnir 4.

Úrslit kvöldsins:

Njarðvík - Þór Þ., 96:68
(23:15 - 45:30 - 70:49 - 96:68)
ÍR - Stjarnan, 78:79
(15:20 - 39:39 - 49:61 - 78:79)
Tindastóll - Skallagrímur, 104:68
(29:21 - 44:38 - 74:50 - 104:68)
Grindavík - Snæfell, 98:87
(24:21 - 53:43 - 78:67 - 98:87)
KR - Fjölnir, 101:59
(21:18 - 53:33 - 77:48 - 103:62)

--------------------------------

Njarðvík - Þór Þ. 96:68

Njarðvík, Úrvalsdeild karla, 18. desember 2014.

Gangur leiksins:: 4:0, 9:2, 13:11, 23:15, 30:15, 36:19, 43:26, 45:30, 49:35, 55:42, 62:48, 70:49, 72:56, 75:58, 85:62, 96:68.

Njarðvík: Dustin Salisbery 44/13 fráköst, Logi Gunnarsson 21/4 fráköst, Ágúst Orrason 12, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/9 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 4, Mirko Stefán Virijevic 3/9 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 13 í sókn.

Þór Þ.: Grétar Ingi Erlendsson 18/9 fráköst, Emil Karel Einarsson 14/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 9, Vincent Sanford 8/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 6, Oddur Ólafsson 6, Nemanja Sovic 4/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Tómas Tómasson, Halldor Geir Jensson.

--------------------------------

ÍR - Stjarnan 78:79

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Úrvalsdeild karla, 18. desember 2014.

Gangur leiksins:: 7:2, 11:7, 13:15, 15:20, 20:28, 27:33, 35:33, 39:39, 43:44, 44:48, 49:53, 49:61, 55:63, 61:69, 68:73, 78:79.

ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/4 fráköst/5 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 16/9 fráköst, Trey Hampton 11/9 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 3, Hamid Dicko 2, Sæþór Elmar Kristjánsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 16 í sókn.

Stjarnan: Dagur Kár Jónsson 17, Jarrid Frye 16/12 fráköst, Justin Shouse 14/6 fráköst/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 12/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 9/6 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 5, Ágúst Angantýsson 4/8 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 34 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Jón Guðmundsson, Jón Bender, Hákon Hjartarson.

--------------------------------

Tindastóll - Skallagrímur 104:68

Sauðárkrókur, Úrvalsdeild karla, 18. desember 2014.

Gangur leiksins:: 5:8, 15:10, 19:18, 29:21, 33:25, 34:27, 40:33, 44:37, 54:42, 59:48, 67:48, 74:50, 84:52, 93:60, 98:64, 104:68.

Tindastóll: Myron Dempsey 27/12 fráköst, Darrel Keith Lewis 20, Svavar Atli Birgisson 16/12 fráköst/6 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 14/11 stoðsendingar/4 varin skot, Hannes Ingi Másson 9, Helgi Rafn Viggósson 6/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 4/6 stoðsendingar, Þráinn Gíslason 3, Sigurður Páll Stefánsson 3, Ingvi Rafn Ingvarsson 2.

Fráköst: 32 í vörn, 7 í sókn.

Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 29/15 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 19/6 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 9/7 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Davíð Ásgeirsson 6, Daði Berg Grétarsson 3/5 fráköst, Atli Aðalsteinsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Jóhannes Páll Friðriksson.

--------------------------------

Grindavík - Snæfell 98:87

Grindavík, Úrvalsdeild karla, 18. desember 2014.

Gangur leiksins:: 6:5, 16:7, 22:14, 24:21, 32:21, 45:23, 47:34, 53:43, 62:49, 65:59, 69:59, 78:67, 80:74, 81:76, 92:82, 98:87.

Grindavík: Rodney Alexander 27/16 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 17/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 13, Ómar Örn Sævarsson 12/8 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Daníel Guðni Guðmundsson 9, Magnús Þór Gunnarsson 9, Þorsteinn Finnbogason 6/5 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 3/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 12 í sókn.

Snæfell: Austin Magnus Bracey 29, Christopher Woods 21/14 fráköst/3 varin skot, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 3.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Björgvin Rúnarsson, Einar Þór Skarphéðinsson.

--------------------------------

KR - Fjölnir 103:62

DHL-höllin, Úrvalsdeild karla, 18. desember 2014.

Gangur leiksins:: 7:4, 12:7, 14:14, 21:16, 27:20, 33:24, 44:27, 53:33, 60:36, 67:38, 75:41, 77:46, 79:50, 87:52, 94:55, 103:62.

KR: Michael Craion 34/17 fráköst/5 stolnir, Darri Hilmarsson 15, Helgi Már Magnússon 15/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 10/14 fráköst/10 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 6, Vilhjálmur Kári Jensson 5, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2, Högni Fjalarsson 2, Illugi Steingrímsson 2, Ragnar Jósef Ragnarsson 2.

Fráköst: 40 í vörn, 13 í sókn.

Fjölnir: Arnþór Freyr Guðmundsson 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Daron Lee Sims 11/12 fráköst, Sindri Már Kárason 10/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 7, Ólafur Torfason 5/6 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 5, Garðar Sveinbjörnsson 4, Árni Elmar Hrafnsson 3, Alexander Þór Hafþórsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Steinar Orri Sigurðsson, Jakob Árni Ísleifsson.

--------------------------------

Fylgst var með gangi mála í öllum leikjum hér á mbl.is:

20.51 - LEIKJUM LOKIÐ. Þá er öllum leikjum lokið og hægt að sjá úrslitin og uppfærða stöðu hér að ofan. Tölfræðin úr leikjunum kemur vonandi innan skamms.

20.49 - Stjarnan vinnur í Breiðholti, 79:78, í hádramatískum leik! Matthías Orri reyndi þriggja stiga skot á lokasekúndunni en það geigaði. Jón Orri átti því sigurkörfuna.

20.48 - Ja hérna, þvílík dramatík í Breiðholti. Stjarnan komst yfir á nýjan leik þegar 3 sekúndur voru eftir, með körfu frá Jóni Orra Kristjánssyni. Staðan 79:78 og ÍR tekur leikhlé.

20.46 - ÍR er að tryggja sér sigur! Kristján Pétur Andrésson stal boltanum þegar 10 sekúndur voru eftir og skoraði. Staðan 78:77.

20.45 - Leik lokið á Króknum. Myron Dempsey var stigahæstur Tindastóls með 27 stig og tók líka 12 fráköst. Tracy Smith skoraði 29 stig og tók 15 fráköst fyrir gestina.

20.43 - Stjarnan tekur leikhlé, 25 sekúndur eftir. Matthías Orri var að minnka muninn í 77:76 með þristi.

20.42 - Leik lokið í Grindavík með sigri heimamanna, 98:87. Rodney Alexander var stigahæstur með 27 stig og tók líka 16 fráköst. Austin Bracey skoraði 29 stig fyrir Snæfell.

20.40 - Grindavík er orðin örugg með sigur en það er hörkuspenna í Breiðholti. Staðan er 75:72 fyrir Stjörnuna þegar rúm mínúta er eftir. Sveinbjörn Claessen með fjögur stig í röð fyrir ÍR og kominn með 19 stig.

20.37 - Matthías Orri Sigurðarson var að minnka muninn í fimm stig með þristi, 71:66, fyrir ÍR gegn Stjörnunni. Grindavík er 10 stigum yfir gegn Snæfelli, 92:82, þegar 2 mínútur eru eftir.

20.32 - Eina spennan er í Grindavík og Breiðholti. Njarðvík er svo 16 stigum yfir gegn Þór en á Sauðárkróki og í Frostaskjóli eru úrslitin ráðin.

20.28 - Deginum ljósara að Njarðvík fer með sigur af hólmi gegn Þór í kvöld. Staðan er 70:49 fyrir lokafjórðunginn. Sóknarleikurinn virðist skelfilegur hjá gestunum en Dustin Salisbery ætlar að kveðja Njarðvík með tröllaleik og er kominn með 33 stig og 11 fráköst, takk fyrir!

20.23 - Stjarnan er í góðum málum gegn ÍR fyrir lokafjórðunginn, með 12 stiga forskot, 61:49. KR er búið að tryggja sér sigur gegn Fjölni, staðan 77:48 fyrir lokaátökin, og Skallagrímur er 24 stigum yfir gegn Skallagrími, 74:50. Þriðji leikhluti stendur enn yfir í Njarðvík þar sem heimamenn eru í góðum málum.

20.20 - Grindavík er á góðri leið með að landa dýrmætum sigri á Snæfelli. Munurinn er ellefu stig fyrir lokafjórðunginn, 78:67. Rodney Alexander er kominn með 20 stig og 11 fráköst.

20.18 - KR sýnir nú alla sína yfirburði gegn Fjölni og munurinn er orðinn 36 stig, 75:39. Fimm leikmenn KR eru þegar komnir með 10 stig eða meira, en Michael Craion er stigahæstur með 24 stig og hefur tekið 14 fráköst. Pavel Ermolinski er einnig með tvöfalda tvennu og það stefnir í þrennuna hjá honum.

20.15 - Tindastóll er loksins að slíta Skallagrím frá sér fyrir norðan. Munurinn er orðinn 13 stig, 61:48. Darrel Lewis er kominn með 20 stig fyrir Tindastól en Tracy Smith 21 fyrir Skallagrím.

19.55 - HÁLFLEIKUR. Njarðvík er 15 stigum yfir gegn Þór, 45:30, Tindastóll yfir gegn Skalalgrími, 44:38, og KR að vinna Fjölni, 53:33.

19.54 - Staðan er jöfn í hálfleik hjá ÍR og Stjörnunni, 39:39, þar sem Vilhjálmur Theodór Jónsson hefur skorað 14 stig fyri rÍR en Dagur Kár Jónsson er stigahæstur Stjörnunnar með 9 stig.

19.52 - Það er kominn hálfleikur í Grindavík þar sem heimamenn eru 10 stigum yfir gegn Snæfelli, 53:43, eftir að hafa náð 21 stigs forskoti. Rodney Alexander hefur skorað 12 stig og tekið 6 fráköst fyrir Grindvíkinga.

19.50 - ÍR skorað 10 stig í röð og komst yfir gegn Stjörnunni, 35:33. Vilhjálmur Theodór Jónsson er kominn með 12 stig. KR er að stinga Fjölni af.

19.43 - Dustin er kominn með 14 stig fyrir Njarðvík gegn Þór en Vincent Sanford er hins vegar í vandræðum, kominn með þrjár villur. Staðan 36:19 Njarðvík í vil.

19.39 - Ótrúlegir hlutir að gerast í Grindavík. Heimamenn hafa skorað fyrstu 18 stigin þar í 2. leikhluta og staðan er orðin 42:21. Njarðvík er einnig að stinga Þór af og staðan orðin 33:19.

19.36 - Leikhluta 1 lokið. KR er þremur stigum yfir gegn Fjölni þar sem Michael Craion er þegar kominn með 11 stig og 4 fráköst. Snæfell vann upp forskot Grindavíkur að mestu en þar munar einnig þremur stigum, Grindavík í vil. Stjarnan er yfir gegn ÍR, 20:15, og Njarðvík gegn Þór Þorlákshöfn, 23:15, þar sem Logi og Dustin Salisbery, sem er bara víst með Njarðvík í kvöld, hafa skorað 9 stig hvor. Tindastóll er yfir gegn Skallagrími, 29:21.

19.25 - Botnliðið hefur í fullu tréi við toppliðið í Vesturbænum enn sem komið er. Staðan er 14:13 fyrir KR eftir að Pavel Ermolinski var að setja niður tvö vítaskot.

19.15 - Þá er boltinn kominn af stað í leikjunum fimm! Daron Sims er með Fjölni í kvöld þrátt fyrir að hafa verið sagt upp, og leikur því sinn síðasta leik fyrir liðið.

18.45 - Tindastóll tapaði sínum öðrum leik á tímabilinu þegar liðið sótti Hauka heim síðastliðinn föstudag. Liðið mætir Skallagrími sem aftur á móti vann sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið lagði ÍR að velli fyrir viku.

18.45 - Njarðvík og Þór eru bæði í þessum þétta miðjupakka í deildinni og freista þess að fara í jólafríið í efri hlutanum með sigri í Njarðvík í kvöld.

18.45 - Stjarnan hefur aðeins unnið einn útileik í vetur, gegn Snæfelli, en liðið er mætt í Breiðholtið og mætir þar ÍR sem hefur unnið tvo leiki í vetur.

18.45 - Eftir fimm tapleiki í röð vann Grindavík loks sigur þegar liðið sótti Fjölni heim í síðustu viku. Liðið tekur á móti Snæfelli sem vann Keflavík í síðustu umferð.

18.45 - KR-ingar eru enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og botnlið Fjölnis ætti því að vera auðveld bráð. Ekki síst þar sem Fjölnir hefur sagt Bandaríkjamanninum Daron Sims upp og ekki fengið mann í hans stað.

Logi Gunnarsson og Tómas Heiðar Tómasson eigast við í Njarðvík …
Logi Gunnarsson og Tómas Heiðar Tómasson eigast við í Njarðvík í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert