Grizzlies hafði betur í þriðju framlengingu

Zach Randolph sá um að tryggja Memphis Grizzlies sigurinn gegn …
Zach Randolph sá um að tryggja Memphis Grizzlies sigurinn gegn SA Spurs. AFP

Það þurfti þrjár framlengingar til að knýja fram úrslit í viðureign San Antonio Spur s og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Grizzlies, sem stöðvaði 16 leikja sigurgöngu Golden State í fyrrakvöld, hafði betur, 117:116, þar sem Zach Randolph skoraði öll sex stig liðsins í þriðju framlengingunni. Randolph skoraði 21 stig og tók 21 frákast en stigahæstur var Marc Gasol sem skorapi 26 stig. Þetta var sjötti sigurleikur liðsins í röð. Danny Green skoraði 25 stig fyrir SA Spurs og Tim Duncan 23.

LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland en þau dugðu skammt því liðið steinlá á heimavelli fyrir Atlanta, 127:98, þar sem Shelvin Mack skoraði 24 stig fyrir gestina.

Úrslitin í nótt:

SA Spurs - Memphis Grizzlies 116:117
Cleveland - Atlanta 98:127
Charlotte - Phoenix 106:111
Boston - Orlando 109:92
Detroit - Dallas 106:117
Miami - Utah 87:105
Toronto - Brooklyn Nets 105:89
Portland - Milwaukee 104:97
LA Clippers - Indiana 102:100
Denver - Houston 111:115

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert