Elvar bestur í þriðja sigrinum í röð

Elvar Friðriksson er að gera góða hluti með LIU Brooklyn.
Elvar Friðriksson er að gera góða hluti með LIU Brooklyn. mbl.is/Kristinn

Elvar Már Friðriksson var í annað sinn á skömmum tíma stigahæstur í sigurleik með LIU Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt.

Elvar skoraði 17 stig í sigri á Florida International, 69:58. Hann átti auk þess 3 stoðsendingar, tók 2 fráköst og stal boltanum tvisvar. Martin Hermannsson átti einnig fínan leik og skoraði 10 stig, tók 1 frákast, stal boltanum einu sinni og gaf 1 stoðsendingu.

LIU Brooklyn byrjaði mun betur og komst í 15:4, en Florida minnkaði muninn í 5 stig fyrir hálfleik, 30:25. Leikurinn var svo hnífjafn þar til að 7-8 mínútur voru eftir en þá náði Íslendingaliðið 10 stiga forskoti og hleypti Florida aldrei of nærri sér eftir það.

Þetta var þriðji sigur Svartfuglanna í röð eftir að hafa tapað fyrstu sex leikjunum. Liðið mætir næst New Hampshire þann 22. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert