Golden State aftur á sigurbraut

Stephen Curry sækir að vörn Oklahoma.
Stephen Curry sækir að vörn Oklahoma. AFP

Golden State komst á sigurbrautina á nýjan leik í NBA-deildinni þegar liðið hrósaði sigri gegn Oklahoma, 114:109, í nótt.

Stephen Curry var í stuði í liði Golden State en hann skoraði 34 stig og Draymond Green kom næstur með 16 stig. Russell Westbrook var með 33 stig fyrir Oklahoma og Kevin Durant 30 en öll komu þau í fyrri hálfleik þar sem hann lék ekki með í þeim síðari vegna meiðsla og munaði þar um minna fyrir Oklahoma.

Jimmy Butler fór mikinn í liði Chicago þegar liðið hafði betur gegn New York Knicks, 103:97. Hann skoraði 35 stig og átti 7 stoðsendingar. Spánverjinn Pau Gasol kom næstur með 20 stig. Í liði New York var Tim Hardaway Jr. stigahæstur með 23 stig.

Úrslitin í nótt:

Chicago - New York 103:97
Golden State - Oklahoma 114:109
Houston - New Orleans 90:99
Sacramento - Milwaukee 107:108

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert