Óásættanlegt í alla staði

Haukur Óskarsson leikmaður Hauka var afar súr eftir leik sinna manna gegn Keflavík í kvöld þar sem þeir töpuðu með 10 stigum, 85:75, í Dominos-deildinni í körfuknattleik.

Haukur sagði að hans lið hefði alltaf reiknað með að Keflavík yrði með í það minnsta sinn erlenda leikmann þannig að hann vildi ekki kenna vanmati um tapið, en Keflavík missti Bandaríkjamanninn William Graves fyrir leikinn. Haukur sagði sitt lið aldrei hafa komist í takt og ekki náð að spila sinn leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert