Jón Arnór og félagar á toppinn

Jón Arnór Stefánsson og félagar settust einir í toppsætið í …
Jón Arnór Stefánsson og félagar settust einir í toppsætið í kvöld. Ljósmynd/Unicaja B. Fotopress

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Unicaja Málaga settust einir í toppsæti spænsku 1. deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á liði Estudiantes í spennandi leik í kvöld, 66:62.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en að honum loknum hafði Unicaja fjögurra stiga forystu, 34:30. Gestirnir komu hins vegar sterkir inn í þriðja leikhluta og náðu níu stiga forskoti áður en Unicaja vaknaði á ný og var einu stigi yfir fyrir fjórða og síðasta hluta, 51:50.

Fjórði hluti var jafn og spennandi þar sem liðin skiptust á að hafa forystu. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir náðu Jón Arnór og félagar hins vegar yfirhöndinni og uppskáru nauman sigur, 66:62.

Jón Arnór lék í tæpar fimmtán mínútur og skoraði sex stig, en en liðið hefur nú tveggja stiga forystu á Real Madrid sem á þó leik til góða á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert