Glitti í gamla Grindavík

Jón Axel Guðmundsson er mættur aftur til Grindavíkur.
Jón Axel Guðmundsson er mættur aftur til Grindavíkur. mbl.is/Ómar

Það má alltaf búast við „jólabrag“ í fyrsta leik eftir hátíðina. Grindavík og Haukar áttust við í gærkveldi og sýndu bæði merki þess að steikin væri enn í meltingu. Haukar voru betri í fyrri, Grindavík betri í seinni. Þó svo að heimamenn hafi aðeins verið þremur stigum undir eftir fyrri hefði það getað verið mun verra. En eftir kaflaskiptan leik voru það heimamenn í Grindavík sem hrósuðu öruggum sigri, 94:80.

Þrátt fyrir lítinn mun eftir fyrri hálfleik spiluðu Haukar mun betur. Grindvíkingar geta þakkað nokkrum góðum áhlaupum að vera ekki meira undir eftir fyrri hálfleik. Flestar sóknaraðgerðir Grindavíkur voru tilviljunarkenndar og skipulagið í lágmarki – kannski ekki skrýtið í fyrsta leik eftir frí með nýjan útlending, sem og bæði Jóhann Ólafsson og Jón Axel Guðmundsson aftur í liðinu. Nánast nýtt lið þarna miðað við flesta leiki liðsins í vetur. Haukarnir áttu vissulega ekki frábæran dag í fyrri hálfleik en voru verðskuldað yfir og ekkert sem benti til að liðið myndi sigla á ísjaka í hálfleik og taka svo 20 mínútur að sökkva! Þetta er hinsvegar nákvæmlega það sem gerðist!

Sjá grein Kristins í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag auk umfjöllunar um aðra leiki í Dominos-deildinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert