Tindastóll stöðvaði sigurgöngu KR

Darrel Lewis og Michael Craion eigast hér við.
Darrel Lewis og Michael Craion eigast hér við. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tindastóll stöðvaði í kvöld sigurgöngu Íslandsmeistara KR í Dominos-deild karla í körfuknattleik en Stólarnir fögnuðu sigri á heimavelli, 81:78.

Leikurinn var æsispennandi en heimamenn reyndust sterkari á lokasprettinum en Stólarnir skoruðu fimm síðustu stigin í leiknum. KR hafði fyrir leikinn unnið alla 13 leiki sína. KR er enn efst í deildinni með 26 stig en Tindastóll er með 22 stig í öðru sætinu.

Myron Dempsey skoraði 24 stig fyrir Tindastól og Darrel Lewis 15 en hjá KR-ingum var Helgi Már Magnússon stigahæstur með 21 stig og Michael Craion skoraði 17.

Grindavík vann góðan sigur á Stjörnunni á heimavelli sínum, 104:92. Rodney Alexander skoraði 27 stig fyrir Grindvíkinga og Jón Axel Guðmundsson 22. Dagur Kár Jónsson skoraði 26 stig fyrir Stjörnumenn og Justin Shouse 21.

Fjölnir komst úr botnsætinu með sigri gegn Haukum á heimavelli, 95:91. Arnþór Freyr Guðmundsson skoraði 24 stig fyrir Fjölni sem hefur nú 6 stig en í botnsætunum eru ÍR og Skallagrímur með 4. Hjá Haukum sem hafa gefið mikið eftir í síðustu leikjum voru þeir Alex Francis og Haukur Óskarsson stigahæstir með 26 stig hvor.

Tindastóll - KR 81:78

Sauðárkrókur, Úrvalsdeild karla, 22. janúar 2015.

Gangur leiksins:: 2:2, 8:9, 12:13, 20:17, 22:24, 26:28, 30:30, 36:32, 40:34, 43:39, 48:43, 57:48, 66:56, 71:68, 76:72, 81:78.

Tindastóll: Myron Dempsey 24/7 fráköst, Darrel Keith Lewis 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Darrell Flake 11/9 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/8 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 8, Helgi Rafn Viggósson 7/7 fráköst/5 stolnir, Ingvi Rafn Ingvarsson 7.

Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.

KR: Helgi Már Magnússon 21/7 fráköst, Michael Craion 17/14 fráköst, Finnur Atli Magnússon 11/9 fráköst, Pavel Ermolinskij 10/5 fráköst/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 9, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 8, Björn Kristjánsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Fjölnir - Haukar 95:91

Dalhús, Úrvalsdeild karla, 22. janúar 2015.

Gangur leiksins:: 7:5, 16:13, 22:15, 24:22, 31:29, 37:31, 47:35, 49:40, 53:45, 54:54, 61:59, 68:65, 75:73, 82:75, 86:83, 95:91.

Fjölnir: Jonathan Mitchell 32/16 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 24/4 fráköst/5 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 15/5 stoðsendingar, Árni Elmar Hrafnsson 7/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 5, Sindri Már Kárason 5, Ólafur Torfason 4/12 fráköst, Valur Sigurðsson 3.

Fráköst: 38 í vörn, 6 í sókn.

Haukar: Haukur Óskarsson 26/6 fráköst, Alex Francis 26/13 fráköst, Kári Jónsson 16/5 stolnir, Kristinn Marinósson 10, Hjálmar Stefánsson 7/7 fráköst, Emil Barja 4, Sigurður Þór Einarsson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Steinar Orri Sigurðsson.

Grindavík - Stjarnan 104:92

Grindavík, Úrvalsdeild karla, 22. janúar 2015.

Gangur leiksins:: 7:2, 14:5, 20:15, 25:23, 29:31, 32:40, 41:46, 51:49, 61:56, 63:62, 71:66, 72:69, 78:73, 85:81, 92:85, 104:92.

Grindavík: Rodney Alexander 27/14 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 22/5 fráköst/12 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 11, Oddur Rúnar Kristjánsson 8, Hinrik Guðbjartsson 3, Ómar Örn Sævarsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Stjarnan: Dagur Kár Jónsson 26/5 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 21/5 fráköst/9 stoðsendingar, Jarrid Frye 12/5 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 10, Tómas Þórður Hilmarsson 8/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 7, Marvin Valdimarsson 5/6 fráköst, Daði Lár Jónsson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Jón Guðmundsson, Björgvin Rúnarsson, Ísak Ernir Kristinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert