Martin átti stórleik

Martin Hermannsson í landsleik.
Martin Hermannsson í landsleik. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti stórleik með LIU Brooklyn á bandaríska háskólameistaramótinu á laugardaginn og fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína á heimasíðu liðsins.

Martin skoraði 18 stig í seinni hálfleik og 21 stig alls, sem er hans hæsta skor síðan hann hóf að spila með skólanum í haust, ásamt Elvari Friðrikssyni.

Sagt er í umfjöllun um leikinn að Martin hafi tekið völdin í sóknarleik liðsins í seinni hálfleik þegar hann skoraði 11 stig í röð og kom LIU í góða stöðu. Liðið vann að lokum sigur á Farleigh Dickinson á útivelli í New Jersey, 80:76, eftir harðan slag. Þetta var þriðji sigur LIU í fyrstu átta leikjunum á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert