Nítjándi heimasigurinn í röð

David Lee hjá Golden State og Evan Turner hjá Boston …
David Lee hjá Golden State og Evan Turner hjá Boston í leik liðanna í nótt. AFP

Klay Thompson var áfram sjóðandi heitur með Golden State Warriors í nótt þegar lið hans vann sinn 19. heimasigur í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik, þó hann næði ekki að skora jafnmörg stig og í þriðja leikhluta tveimur sólarhringum áður.

Þá gerði hann 37 stig í þriðja leikhluta og setti nýtt met, og gerði 52 stig alls. Í nótt skoraði Thompson 31 stig þegar Golden State vann sinn 19. heimasigur í röð, 114:111 gegn Boston Celtics. Stephen Curry var líka öflugur í toppliðinu með 22 stig og 11 stoðsendingar.

James Harden skoraði 37 stig fyrir Houston Rockets sem vann LA Lakers á útivelli, 99:87.

Tim Duncan skoraði 20 stig fyrir meistara San Antonio Spurs sem unnu Milwaukee Bucks, 101:95.

Washington knúði fram sigur gegn Denver Nuggets á útivelli í framlengdum leik, 117:115. Ty Lawson átti stórleik með Denver og skoraði 31 stig en Krist Humphries skoraði 21 stig fyrir Washington og tók 14 fráköst.

Úrslitin í nótt:

Phoenix - LA Clippers 100:120
New Orleans - Dallas 109:106
Atlanta - Minnesota 112:100
Orlando - Indiana 99:106
San Antonio - Milwaukee 101:95
Toronto - Detroit 114:110
Golden State - Boston 114:111
Denver - Washington 115:117 (framlenging)
LA Lakers - Houston 87:99

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert