Toppliðið tapaði í Keflavík

Ingunn Embla Kristínardóttir skoraði 15 stig fyrir Keflavík í kvöld.
Ingunn Embla Kristínardóttir skoraði 15 stig fyrir Keflavík í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Topplið Snæfells í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik tapaði í kvöld fyrir Keflavík á útivelli 85:72. Þá nýtti Hamar sér leikbann Lele Hardy og vann Hauka í Hveragerði 65:61. Grindavík vann KR 88:72 í Grindavík og í Smáranum vann Valur lið Breiðabliks 85:67.

Keflavík minnkaði þar með forskot Snæfells á toppi deildarinnar niður í tvö stig og Keflavík á því enn raunhæfa möguleika á því að ná fyrsta sætinu í deildakeppninni og þar með heimaleikjaréttinum í úrslitakeppninni.

Hamar fór upp fyrir KR með sigrinum í kvöld og hefur 8 stig í 6. sæti en KR er með 6 stig í 7. sæti.  

Valur er nú aðeins tveimur stigum á eftir Haukum. Grindavík er í 3. sæti með 24 stig, Haukar í 4. sæti með 22 og Valur í 5. sæti með 20 stig.

Grindavík - KR 88:72

Grindavík, Úrvalsdeild kvenna, 28. janúar 2015.

Gangur leiksins:: 6:5, 10:5, 16:10, 18:10, 24:13, 34:20, 39:25, 45:29, 47:36, 54:41, 56:43, 58:52, 73:56, 77:59, 81:67, 88:72.

Grindavík: Kristina King 27/11 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 20/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 13, Pálína Gunnlaugsdóttir 10/6 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/5 stolnir, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 23/5 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 18/5 fráköst, Simone Jaqueline Holmes 16/6 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 11, Anna María Ævarsdóttir 3, Helga Einarsdóttir 1/6 fráköst.

Fráköst: 18 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Georg Andersen, Gunnar Thor Andresson.

Keflavík - Snæfell 85:72

TM höllin, Úrvalsdeild kvenna, 28. janúar 2015.

Gangur leiksins:: 4:4, 12:8, 19:15, 21:21, 25:23, 32:28, 41:34, 48:38, 52:42, 56:45, 63:49, 66:56, 69:62, 75:65, 78:70, 85:72.

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 34/14 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 15/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 10/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 9/7 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Bryndís Guðmundsdóttir 1/5 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 15 í sókn.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 27/10 fráköst/5 varin skot, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/5 stolnir, María Björnsdóttir 4, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 1/4 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Tómas Tómasson.

Hamar - Haukar 65:61

Hveragerði, Úrvalsdeild kvenna, 28. janúar 2015.

Gangur leiksins:: 0:2, 0:6, 5:11, 8:13, 12:19, 19:21, 27:32, 29:35, 33:39, 40:44, 43:48, 47:52, 49:55, 58:57, 60:57, 65:61.

Hamar: Sydnei Moss 19/8 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 16, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 14/12 fráköst/8 varin skot, Heiða B. Valdimarsdóttir 7/8 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 5/9 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 2, Helga Vala Ingvarsdóttir 2.

Fráköst: 33 í vörn, 11 í sókn.

Haukar: Sylvía Rún Hálfdanardóttir 16/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 14/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 8/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 7/13 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 6/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 3, Hanna Þráinsdóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Jón Bender, Sigurbaldur Frimannsson.

Breiðablik - Valur 67:85

Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 28. janúar 2015.

Gangur leiksins:: 2:6, 5:8, 9:17, 11:23, 16:24, 21:28, 23:30, 28:34, 32:43, 37:45, 41:50, 48:59, 48:66, 55:72, 59:80, 67:85.

Breiðablik: Arielle Wideman 24/13 fráköst/8 stoðsendingar, Berglind Karen Ingvarsdóttir 10, Guðrún Edda Bjarnadóttir 7, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/5 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Aníta Rún Árnadóttir 5, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 5/10 fráköst/5 varin skot, Isabella Ósk Sigurðardóttir 4/9 fráköst, Arndís Þóra Þórisdóttir 3, Elín Kara Karlsdóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 8 í sókn.

Valur: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 18, Fanney Lind Guðmundsdóttir 17/6 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 12, Guðbjörg Sverrisdóttir 12/10 fráköst/9 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 10/5 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 7, Taleya Mayberry 4/7 fráköst/6 stoðsendingar, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Ragnheiður Benónísdóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Einar Þór Skarphéðinsson.

Þórunn Bjarnadóttir skoraði 16 stig í sigri Hamars.
Þórunn Bjarnadóttir skoraði 16 stig í sigri Hamars. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert