Njarðvík vann Tindastól eftir framlengdan leik

Ágúst Orrason sækir að körfu Tindastóls í leiknum í kvöld.
Ágúst Orrason sækir að körfu Tindastóls í leiknum í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Stefan Bonneau fór hamförum og skoraði 44 stig þegar Njarðvík vann nokkuð óvæntan sigur á Tindastóli 107:99 í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Framlengja þurfti leikinn til að knýja fram úrslit.

Bonneau var langstigahæstur á vellinum en Darrell Lewis var með 28 stig fyrir Tindastól. Stólarnir eru í 2. sæti deildarinnar en Njarðvíkingar eitt margra liða sem berjast um að ná 3. sætinu.

Þá vann Stjarnan sigur á Snæfelli á heimavelli sínum í Ásgarði í Garðabæ 97:88. Justin Shouse skoraði 34 stig fyrir Stjörnuna en Austin Magnus Bracey var með 30 fyrir Snæfell.

Njarðvík - Tindastóll 107:99

Njarðvík, Úrvalsdeild karla, 29. janúar 2015.

Gangur leiksins:: 6:2, 8:8, 12:12, 20:19, 28:21, 38:28, 43:31, 55:40, 58:48, 65:52, 71:56, 75:63, 77:67, 81:74, 83:82, 88:88, 93:93, 107:99.

Njarðvík: Stefan Bonneau 44/9 fráköst/8 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 16/8 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 14, Mirko Stefán Virijevic 13/9 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 8, Snorri Hrafnkelsson 7/5 fráköst, Ágúst Orrason 5.

Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn.

Tindastóll: Darrel Keith Lewis 28/10 fráköst, Myron Dempsey 20/13 fráköst, Svavar Atli Birgisson 16, Darrell Flake 12/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 8/7 stoðsendingar/5 stolnir, Helgi Freyr Margeirsson 6, Helgi Rafn Viggósson 4/5 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 3, Viðar Ágústsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Jón Bender, Davíð Kristján Hreiðarsson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Stjarnan - Snæfell 97:88

Ásgarður, Úrvalsdeild karla, 29. janúar 2015.

Gangur leiksins:: 8:2, 12:7, 17:9, 22:17, 24:21, 30:29, 40:38, 48:44, 53:48, 57:57, 61:64, 70:68, 76:73, 82:79, 93:84, 97:88, 97:88, 97:88.

Stjarnan: Justin Shouse 34/5 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Dagur Kár Jónsson 28/4 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 16/8 fráköst, Marvin Valdimarsson 10, Ágúst Angantýsson 5/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2/6 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.

Snæfell: Austin Magnus Bracey 30, Christopher Woods 18/9 fráköst/4 varin skot, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Stefán Karel Torfason 9/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 9/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Óli Ragnar Alexandersson 4/4 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Tómas Tómasson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

Áhorfendur: 307

Justin Shouse gerði 34 stig í kvöld.
Justin Shouse gerði 34 stig í kvöld. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Stefan Bonneau skoraði 44 stig fyrir Njarðvík.
Stefan Bonneau skoraði 44 stig fyrir Njarðvík. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert