ÍR setti fallbaráttuna í hnút

Tekist á um boltann í leik ÍR og Fjölnis í …
Tekist á um boltann í leik ÍR og Fjölnis í kvöld. mbl.is/Kristinn

ÍR vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fjölni í kvöld í botnslag í Dominos-deild karla í körfuknattleik, 87:82. Þór Þorlákshöfn varð fyrst liða til að leggja Grindavík að velli síðan í byrjun desember.

ÍR-ingar léku betur í fyrri hálfleik og voru 16 stigum yfir að honum loknum, 52:36. Fjölnir minnkaði muninn í 9 stig fyrir lokafjórðunginn og náði í þrígang að koma honum niður í 3 stig undir lokin. Alltaf stóðust heimamenn þó áhlaupið og Matthías Orri Sigurðarson sýndi stáltaugar á vítalínunni á lokamínútunni. Matthías skoraði 25 stig í leiknum.

ÍR er nú búið að jafna Fjölni og Skallagrím að stigum en þessi þrjú lið eru ein í fallbaráttu og hafa 6 stig hvert.

Eftir fimm sigurleiki í röð varð Grindavík að sætta sig við tap í Þorlákshöfn gegn heimamönnum í Þór, 97:88. Þórsarar voru níu stigum yfir fyrir lokafjórðunginn, eftir að hafa unnið þriðja leikhluta 28:12, og héldu nokkuð þægilegu forskoti út leikinn.

Þetta var annar góði heimasigur Þórsara eftir áramót en liðið vann Tindastól í síðasta heimaleik. Þór er með 16 stig en Grindavík 14, í hinum jafna miðjupakka frá 3.-9. sætis í deildinni.

Þór Þ. - Grindavík 97:88

Icelandic Glacial höllin, Úrvalsdeild karla, 30. janúar 2015.

Gangur leiksins: 3:8, 8:10, 12:14, 14:16, 21:21, 29:29, 31:37, 38:45, 45:53, 52:55, 62:57, 66:57, 73:59, 80:64, 86:78, 97:88.

Þór Þ.: Darrin Govens 24/6 fráköst/6 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 21, Emil Karel Einarsson 17/5 fráköst, Nemanja Sovic 16/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 10/10 fráköst, Oddur Ólafsson 7, Baldur Þór Ragnarsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 5 í sókn.

Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 23, Rodney Alexander 19/17 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 17, Ómar Örn Sævarsson 10/9 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 6, Hinrik Guðbjartsson 5, Ólafur Ólafsson 4/8 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 2, Þorsteinn Finnbogason 2.

Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson. 

ÍR - Fjölnir 87:82

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Úrvalsdeild karla, 30. janúar 2015.

Gangur leiksins: 4:2, 6:9, 13:17, 20:21, 31:23, 37:29, 43:34, 52:36, 55:40, 60:46, 63:56, 69:60, 73:62, 75:69, 78:75, 87:82.

ÍR: Trey Hampton 31/12 fráköst/5 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 10/6 fráköst/7 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 9, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8, Pálmi Geir Jónsson 2, Hamid Dicko 2.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Fjölnir: Jonathan Mitchell 38/11 fráköst, Róbert Sigurðsson 18/8 fráköst/7 stoðsendingar, Sindri Már Kárason 9, Arnþór Freyr Guðmundsson 8/6 stoðsendingar, Ólafur Torfason 4/5 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 3, Davíð Ingi Bustion 2.

Fráköst: 23 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin Rúnarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

ÍR-ingar hefðu verið í slæmum málum með tapi í kvöld.
ÍR-ingar hefðu verið í slæmum málum með tapi í kvöld. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert