Tvíframlengt í Staples Center

Wayne Ellington hjá Lakers og Taj Gibson hjá Chicago í …
Wayne Ellington hjá Lakers og Taj Gibson hjá Chicago í sérkennilegri baráttu í leiknum í nótt. AFP

Eftir níu tapleiki í röð og þær fréttir að Kobe Bryant muni ekki spila aftur fyrr en í október náðu leikmenn Los Angeles Lakers að snúa blaðinu við og vinna leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Tvær framlengingar þurfti til að knýja fram sigur á Chicago Bulls í Staples Cener en lokatölur urðu 123:118 eftir að staðan var 98:98 eftir venjulegan leiktíma. Pau Gasol tryggði Chicago fyrri framlenginguna með því að jafna metin í lokin á sínum gamla heimavelli en Chicago vann þá upp níu stiga forskot Lakers á síðustu 70 sekúndunum. Það var Jordan Hill sem tryggði Lakers aðra framlengingu með því að jafna, 106:106 en Hill var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig og 12 fráköst. Jimmy Butler skoraði 35 stig fyrir Chicago.

Úrslitin í nótt:

Orlando - Milwaukee 100:115
Indiana - New York 103:82
Memphis - Denver 99:69
LA Lakers - Chicago 123:118 (tvær framlengingar)

Efstu lið í Austurdeild:

Atlanta 38/8
Toronto 31/15
Washington 31/16
Chicago 30/18
Cleveland 27/20
Milwaukee 24/22
Miami 20/25
Charlotte 19/27

Efstu lið í Vesturdeild:

Golden State 36/7
Memphis 34/12
Portland 32/14
LA Clippers 32/14
Houston 32/14
San Antonio 30/17
Dallas 30/17
Phoenix 27/20

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert