KR-ingar deildarmeistarar

Brynjar Þór Björnsson og samherjar í KR urðu deildarmeistarar í …
Brynjar Þór Björnsson og samherjar í KR urðu deildarmeistarar í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

KR-ingar urðu í kvöld deildarmeistarar í Dominos-deild karla í körfuknattleik en þeir sigruðu Skallagrím með tíu stigum í Vesturbæ, 96:86. KR hefur nú 34 stig, sex stigum meira en Tindastóll í öðru sætinu með 28 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Stólarnir geta aðeins jafnar KR á stigum og þar sem Vesturbæingar hafa betur gegn Stólunum í innbyrðis viðureignum er KR deildarmeistari.

Hjá KR var Michael Craidon stigahæstur með 22 stig, 16 fráköst og tvær stoðsendingar en Brynjar Þór Björnsson átti einnig skínandi góðan leik fyrir Vesturbæinga með 19 stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar.

Leikur stóðu jafnir í hálfleik 41:41 en KR-ingar komu hins vegar sterkari út í síðari hálfleikinn og náðu sjö stiga forskoti í 3. leikhluta og gerðu út um leikinn í þeim fjórða.

Hjá Sköllum var Tracy Smith Jr. langstigahæstur með 27 stig, 16 fráköst og eina stoðsendingu.

Fyrsta tap Stólanna heima

Tindastóll tapaði sínum fyrsta heimaleik í deildinni í vetur þegar liðið beið lægri hlut fyrir Grindvíkingum 94:84.

Darrel Keith Lewis var stigahæstur í liði heimamanna með 25 stig, 8 fráköst og fimm stoðsendingar en hjá Grindavík var Ólafur Ólafsson stigahæstur með 21 stig og fimm fráköst.

ÍR vann góðan sigur á Snæfelli 88:82 og kom sér upp úr fallsæti, í 10 stig með sigrinum í kvöld en fyrir umferðina hafði liðið jafn mörg stig og Fjölnir og Skallagrímur í 11. og 12. sæti deildarinnar.

40 stig Bonneau dugðu ekki til

Í Njarðvík unnu Haukar öruggan sigur á heimamönnum 100:78. Þrátt fyrir stórleik Stefan Bonneau sem skoraði heil 40 stig í leiknum og tók fjögur fráköst þá tókst Njarðvíkingum aldrei að halda í við Haukanna sem er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig.

Haukur Óskarsson var stigahæstur í liði Hauka með 24 stig, fjögur fráköst og sex stoðsendingar. 

Staðan í deildinni: KR 34, Tindastóll 28, Haukar 22, Stjarnan 22, Njarðvík 22, Grindavík 20, Þór Þ. 18, Snæfell 16, Keflavík 16, ÍR 10, Fjölnir 8, Skallagrímur 8.

Tölfræði úr leikjum kvöldsins:

Tindastóll - Grindavík 84:94

Sauðárkrókur, Úrvalsdeild karla, 26. febrúar 2015.

Gangur leiksins:: 0:5, 6:11, 13:17, 22:25, 30:27, 32:38, 34:44, 39:48, 43:50, 48:54, 49:61, 53:68, 58:73, 62:77, 70:83, 84:94.

Tindastóll: Darrel Keith Lewis 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Myron Dempsey 19/17 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 13, Ingvi Rafn Ingvarsson 9, Pétur Rúnar Birgisson 7, Darrell Flake 6, Helgi Rafn Viggósson 3/9 fráköst, Jónas Rafn Sigurjónsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 17 í sókn.

Grindavík: Ólafur Ólafsson 21/5 fráköst, Rodney Alexander 19/10 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 17/5 fráköst/8 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 12/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/6 fráköst/5 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 6, Þorsteinn Finnbogason 3, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Hinrik Guðbjartsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Björgvin Rúnarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

ÍR - Snæfell 88:82

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Úrvalsdeild karla, 26. febrúar 2015.

Gangur leiksins:: 7:4, 15:7, 23:14, 28:16, 32:20, 34:28, 44:34, 46:41, 50:45, 55:48, 60:55, 67:59, 70:66, 76:66, 83:68, 88:82.

ÍR: Trey Hampton 20/12 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 17, Sveinbjörn Claessen 16/5 fráköst/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 14/4 fráköst, Hamid Dicko 8/6 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Kristján Pétur Andrésson 7/4 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 6.

Fráköst: 24 í vörn, 12 í sókn.

Snæfell: Christopher Woods 35/18 fráköst, Austin Magnus Bracey 13/6 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Sveinn Arnar Davíðsson 8/4 fráköst, Snjólfur Björnsson 4, Óli Ragnar Alexandersson 3.

Fráköst: 26 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson.

Njarðvík - Haukar 78:100

Njarðvík, Úrvalsdeild karla, 26. febrúar 2015.

Gangur leiksins:: 0:8, 6:13, 9:22, 15:28, 23:39, 28:43, 32:49, 39:55, 45:61, 52:69, 59:76, 64:80, 66:84, 68:87, 74:94, 78:100.

Njarðvík: Stefan Bonneau 40/4 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 19/9 fráköst, Logi Gunnarsson 8, Snorri Hrafnkelsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 3/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 2/5 fráköst.

Fráköst: 17 í vörn, 9 í sókn.

Haukar: Haukur Óskarsson 24/4 fráköst/6 stoðsendingar, Alex Francis 20/18 fráköst/6 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 18/4 fráköst, Kári Jónsson 18/6 stoðsendingar, Emil Barja 13/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 5, Helgi Björn Einarsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Jón Bender, Einar Þór Skarphéðinsson, Davíð Tómas Tómasson.

KR - Skallagrímur 96:86

DHL-höllin, Úrvalsdeild karla, 26. febrúar 2015.

Gangur leiksins:: 7:0, 11:2, 16:4, 22:14, 29:19, 38:20, 41:33, 41:39, 50:46, 52:53, 57:55, 64:57, 72:63, 76:69, 80:71, 96:86.

KR: Michael Craion 22/16 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 19/6 fráköst, Björn Kristjánsson 17/6 fráköst, Helgi Már Magnússon 17/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 9, Darri Hilmarsson 8/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 4.

Fráköst: 35 í vörn, 10 í sókn.

Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 27/16 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 21/4 fráköst/8 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 16/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 14/5 stoðsendingar, Davíð Ásgeirsson 7, Daði Berg Grétarsson 1/5 stoðsendingar.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Jón Guðmundsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Matthías Orri Sigurðarson var ekki með ÍR í kvöld vegna …
Matthías Orri Sigurðarson var ekki með ÍR í kvöld vegna ökklameiðsla. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert