Tvíframlengt í Detroit

Russell Westbrook,
Russell Westbrook, AFP

Það þurfti að tvíframlengja leik Detroit Pistons og New York Knicks í NBA körfunni í nótt. Lokatölur urðu 121:115 fyrir Knicks. 

Pistons byrjaði tímabilið illa en hefur verið að vinna sig upp töfluna í Austurdeildinni en leikur liðsins í nótt minnt einna helst á upphaf tímabilsins. „Við erum vanir svona leikjum frá því í haust. Ef menn spila ekki vörn og reyna ekki að taka fráköst má búast við svona úrslitum,“ sagði Stan Van Gundy þjálfari liðsins ekki kátur enda hefur Pistons nú tapað á heimavelli fyrir öllum fimm slökustu liðum deildarinnar.

Greg Monroe var stigahæstur hjá Pistons með 28 stig og tók auk þess 13 fráköst en Andrea Bargnani gerði 25 stig fyrir Knicks og tók 12 fráköst.

Í New Orleans höfðu heimamenn betur gegn Miami 104:102, Houston vann Nets á heimavelli 102:98 þar sem Terrence Jones gerði 26 stig, sem er hans mesta í leik á þessari leiktíð, og tók 12 fráköst fyrir Houston.

Russell Westbrook gerði enn eina tvöfalda þrennu, að þessu sinni þegar Oklahoma tapaði í Portland 115:112 þannig að árangur hans kom fyrir lítið. Westbrook gerði 40 stig, tók 13 fráköst og átti 11 stoðsendingar fyrir Oklahoma

Úrslit annarra leikja í nótt:
Indiana - Cleveland 93:86
76ers - Washington 89:81
Atlanta - Orlando 95:88 - Vucevic gerði 21 stig og tók 15 fráköst fyrir Orlando.
Boston - Charlotte 106:98
Toronto - Golden State 89:113
Chicago - Minnesota 96:89
Memphis - LA Clippers 79:97
Denver - Utah 82:104
Sacramento - San Antonio 96:107
LA Lakers - Milwaukee 101:93

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert