Unicaja heldur forskoti á toppnum

Jón Arnór Stefánsson hafði hægt um sig í sigri kvöldsins.
Jón Arnór Stefánsson hafði hægt um sig í sigri kvöldsins. EPA

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska körfuknattleiksliðinu Unicaja Málaga halda tveggja stiga forskoti á toppi spænsku 1. deildarinnar eftir leiki kvöldsins.

Jón Arnór og félagar fengu þá lið Gran Canaria í heimsókn og unnu nokkuð þægilegan sigur, 77:68, en liðið hafði tólf stiga forystu í hállfleik. Jón Arnór hafði hægt um sig í leiknum, lék í rúmar fimmtán mínútur og skoraði á þeim tíma fjögur stig og tók þrjú fráköst.

Eftir 22 leiki hefur Unicaja unnið nítján, en á hæla þeirra kemur Real Madrid, einum sigri á eftir Málaga-liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert