Jack skoraði sigurkörfuna yfir Curry

Dirk Nowitzki skorar fyrr Dallas gegn New Orleans í leik …
Dirk Nowitzki skorar fyrr Dallas gegn New Orleans í leik liðanna í nótt. AFP

Jarrett Jack tryggði  Brooklyn Nets sigur á toppliði NBA-deildarinnar í körfuknattleik, Golden State Warriors, 110:108 í New York í nótt þegar hann skoraði sigurkörfuna einni sekúndu fyrir leikslok.

Það sem meira er, Jack skaut yfir lykilmann Warriors, Stephen Curry, sem náði ekki að verjast eftir að hafa sjálfur nánast jafnað leikinn uppá eigin spýtur á lokakafla leiksins en Brooklyn var tíu stigum yfir þegar fjórar mínútur voru eftir. Curry skoraði 26 stig, 18 þeirra í fjórða leikhluta. Brook Lopez skoraði 26 stig fyrir Brooklyn og Deron Williams 22.

DeMar DeRozan skoraði 35 stig fyrir Toronto Raptors þegar liðið vann Philadelphia 76ers á útivelli, 114:103, en Toronto, sem er í öðru sæti Austurdeildar, var búið að tapa fimm leikjum í röð.

Chris Paul skoraði 26 stig og átti 14 stoðsendingar fyrir LA Clippers og DeAndre Jordan tók 18 fráköst þegar liðið vann Minnesota Timberwolves á útivelli, 110:105.

Úrslitin í nótt:

Philadelphia - Toronto 103:114
Brooklyn - Golden State 110:108
Miami - Phoenix 115:98
Minnesota - LA Clippers 105:110
Dallas - New Orleans 102:93

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert