Martin valinn í nýliðalið ársins

Martin í leik með KR á síðustu leiktíð.
Martin í leik með KR á síðustu leiktíð. Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson og leikmaður körfuboltaliðs LIU Brooklyn háskólans  var í dag valinn í fimm manna úrvalslið nýliða í norðaustur-deild bandaríska háskólakörfuboltans.

Tíu lið eru í norðaustur-deildinni sem LIU Brooklyn háskólinn tekur þátt í en þjálfarar deildarinnar velja í liðið. LIU Brooklyn endaði í 7. sæti deildarinnar með átta sigra og tíu töp.

Að meðaltali í leik yfir leiktíðina skoraði Martin 10,2 stig, náði 3,9 fráköstum, gaf 3,3 stoðsendingar og spilaði 31,2 mínútu sem er mest allra í liðinu.

Martin var tvsivar valinn nýliði vikunnar í deildinni en auk hans spilar með LIU-liðinu, Elvar Már Friðriksson en hann var valinn nýliði vikunnar í eitt skipti.

Elvar setti niður 8,9 stig að meðaltali í leik, tók 2,5 fráköst, gaf 3,7 stoðsendingar og spilaði í 29,6 mínútur að meðaltali.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert