Dramatík og sigurkarfa Darra

Justin Shouse reynir að stöðva Michael Craion í leiknum í …
Justin Shouse reynir að stöðva Michael Craion í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

Nýkrýndir bikarmeistarar í körfuknattleik karla, Stjarnan, tók á móti KR í kvöld í 20. umferð Dominos-deildar. Síðasti leikur liðanna var einmitt úrslitin í bikarkeppninni og því ljóst að KR var í hefndarhug, þrátt fyrir að vera sjálfir nýkrýndir deildarmeistarar. Stigin skiptu þá ekki máli, heldur var heiðurinn og stoltið að veði.

KR sýndu það, að þrátt fyrir að spila illa sem lið, getur mannskapurinn kreist fram erfiða sigra. Eftir gríðarlega spennandi lokamínútur náðu KR-ingar að sigra naumlega, 103:100, og hefndin fullkomin.

KR voru langt frá því að vera sannfærandi; liðsheildin virkaði illa og menn ekki í þeim varnargír sem þeim er tamt. Liðið lék aldrei mjög illa og því aldrei langt undan heimamönnum. Í upphafi fjórða hluta snéri liðið hinsvegar leiknum við og komust í 10 stig forskot.

Þessu héldu þeir nægilega lengi til þess að þverra orku heimamanna. Stjörnumönnum var klárlega brugðið við viðsnúninginn í leiknum og þrátt fyrir frábæra baráttu og spilamennsku til að koma sér aftur inní leikinn var það Darri Hilmarsson sem kláraði leikinn á lokasekúndum hans þegar hann smellti þrist úr horninu.

Það var ekki við neinn að sakast en Stjörnumenn geta sjálfum sér um kennt að hafa misst öll tök á leiknum við upphaf fjórða hluta. Frábær skemmtun og þó heimamenn megi vera fúlir þá var sérlega virðingarvert að þeir náðu KR í lok leiks og áttu helmingsmöguleika á sigri þegar 5 sekúndur lifðu leiks! Svona rúllar boltinn stundum.

Langbesti maður leiksins var Michael Craion. Helgi Már Magnússon var mjög góður. Darri Hilmarsson, Brynjar Björnsson, Magni Hafsteinsson og Björn Kristjánsson átti flotta spretti.

Dagur Kár Jónsson var bestur heimamanna, sem og Jeremy Atkinson. Justin Shouse hefur átt betri daga en það vantaði klárlega fleiri flugbeitt vopn eins og Dag Kár í kvöld.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is og meira verður fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

Leik lokið! Lokatölur 100:103!

Eftir að hafa nýtt sér allar sekúndurnar vel, gefið fínar sendingar sín á milli endaði boltinn í höndum Darra Hilmarssonar, sem smellti bara einum þrist til að klára leikinn fyrir gestina. Þetta var svakalegur leikur og algjör synd að annað liðið þurfti að tapa.

0:06 - VÁ! Dagur Kár tekur alveg snarbilaðan þrist og jafnar leikinn!!! 100:100

0:12 - Brynjar skorar úr fáránlega erfiðu skot!!! Svakalegt alveg hreint! Stjörnumenn fengu blauta tusku þarna í sig því núna þurfa þeir þrist í stað tvists. 97:100

0:49 - Jeremy skorar... Kr-ingar klikka og... 97:98

1:24 - Craion skorar aftur! Ágúst Angantýsson er fínn varnarmaður en hann hefur ekki átt erindi í kvöld, svo mikið er víst. Craion hefur einfaldlega pakkað honum og öllum öðrum saman í Stjörnuliðinu í kvöld. Spennan er gríðarleg og staðan 95:98

1:35 - Helgi setur þrist og MArvin svarar með þrist! 95:96

2:35 - Magni fær sína 5. villu. Darri kemur inn. 92:93

3:03 - Jeremy skorar!!! 91:93

3:22 - Jeremy stelur og treður. 89:93 og heimamenn vinna boltann!

4:14 - Brynjar fær á sig óíþróttamannslega villu! Þetta gæti verið rándýrt og klárlega frábært tækifæri fyrir heimamenn til að byggja á hérna á síðustu mínútum leiksins. 85:93 og Dagur getur minnkað muninn af línunni... sem hann gerir... 87:93

4:24 - Shouse klórar í bakkann. 85:93

5:33 - Marvin minnkar muninn af línunni. Aftur tekur Craion tvö sóknarfráköst og nú skorar hann. Þetta frákastarugl getur ekki endað vel fyrir heimamenn! Og aftur er það Craion með sóknarfrákast og skorar!!! 82:93

6:36 - Shouse minnkar muninn eftir langa og erfiða sókn. Craion með tvö sóknarfráköst og skorar ekki! Dæmalaust hvernig þeim tekst ekki að stíga manninn út! 81:89

7:09 - Finnur fær sína fimmtu villu en það skiptir litlu því Craion kemur inn fyrir hann!

7:44 - Döpur sókn heimamenna þegar það bara mátti ekki. Finnur skorar auðvelda körfu og talfið hefur snúist algjörlega í höndum heimamanna. 79:89

8:17 - Aftur stelur Magni boltanum og skorar!!! Svakaleg úrvinda mála hérna! Segi það og skrifa, að Stjörnumenn eru að tapa leiknum á fyrstu sekúndum síðsta hlutans ef ekkert breytist núna! 77:87

8:57 - KR náðu sóknarfrákastinu eftir víti Craion og Brynjar fer á línuna! Núna mega Stjörnumenn formlega fara að naga sig í handarbökin. CRaion er einn kominn með 7 slík. 77:85

9:00 - Helgi setur þrist fyrir KR! Magni stelur boltanum, brunar upp, skorar og fær vítið! 77:83

Þriðji hluti allur! Staðan 77:79 - Craion hefur verið óstöðvandi! Með 31 stig og haldið sínu liði inní leiknum lengst af. Heimamenn hafa ekki nýtt sér þá staðreynd að Craion er öll sókn KR þessar mínútur. Stjörnumenn hafa hinsvegar ekki náð að finna fleiri leiðir til að skora eftir að kælt var á Degi og MArvin. Núna er það Jeremy sem er allt í öllu en það virðist of tilviljunarkennt.

1:00 - Aftur skorar Craion... 28 stig! Og aftur tekur hann sóknarfrákastið! Þórir Guðmundur kemur af bekk KR og setur þrist! Jafnar leikinn! 75:75

1:33 - Aftur skorar Jeremy, kominn með 23. Fer á línuna í næstu sókn. Aftur eru heimamenn komnir í sæmilegt áhlaup... 75:70

2:49 - Leikhé Stjarnan! Sókn heimamann hefur dalað, nú þegar skytturnar eru ekki að fá skotin eins og áður. Nú þurfa heimamenn að finna nýjar leiðir og helst inní teignum. Craion heldur sínum mönnum alveg inní leiknum; hann tekur fráköstin og allt fer í gegnum hann. KR geta flogið á hans vængjum og sigrað en þurfa að bæta fleiri vopnum þarna inn. Jeremy skorar og fær víti! 71:70

3:20 - Nú eru það stálin stinn að berjast um yfirráðin á vellinum. Craion fær boltann í hverri sókn hjá KR. Brynjar kemur KR yfir! 68:70

4:06 - KR nær ekki að komast yfir núna en leikurinn er alveg hnífjafn núna og frábært áhlaup KR að skila sér. 68:68

5:19 - Björn Kristjánsson stelur boltanum í tvígang, í röð, af stjörnumönnum og Dagur Kár fær óíþróttamannslega villu! KR-ingar klikka úr skoti og Craion tekur frákastið og fer á línuna. 66:66

5:42 - Craion enn að taka sóknarfrákastið og skora. Shouse skorar eftir frábært gegnumbrot. Craion aftur á línuna eftir að brotið er á honum inní teig. Stjörnumenn geta þakkað fyrir að hann er ekki besta vítaskyttan. 66:60

6:59 - Marvin setur þrist og virðist vera að hitna, Brynjar svarar með þrist! 64:56

7:47 - Sókn KR hefur ekki verið góð síðustu skiptin. Craion er hinsvegar þarna og tekur sóknarfrákast og fær vítin... kominn með 18 stig, staðan 59:53

8:45 - Craion er til stöðugra vandræða fyrir heimamenn. Marvin setur gott skot ofaní. 59:52

Leikur hafinn! Shouse fer á línuna eftir 6sekúndna leik! Darri fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu! Byrjar ekki gæfulega fyrir KR! 57:50

Hálfleikur! Staðan 55:50- Eftir að hafa byrjað í eðlilegum 1.gír í 1.hluta hafa KR-ingar ekki rænu á að rakna meira við sér. Blessunarlega fyrir heimamenn, sem nýta sér það vel; þeir hafa tekið völdin í leiknum í öðrum hluta og eru nú flestir KR-ingar undir ægivaldi heimamanna. Þetta endurspeglast ekki á töflunni þar sem sóknarfráköst, barátta og Craion halda lífinu í Deildarmeisturunum þessar mínútur. Þrátt fyrir að hafa verið mun betri aðilinn í þessum hluta hlýtur að vera gremjulegt fyrir heimamenn að vera ekki meira yfir; Dagur Kár hefur verið óstöðvandi og Jeremy frábær í sókninni líka. Svo ég minnist ekki á klúðruð sniðskot hjá þeim, sem hafa verið mímörg. Það sem eftir stendur er vængbrotið lið KR gegn kokhraustum heimamönnum, sem hafa verið leiddir af Degi Kár - Eitthvað sem hann endurstrikaði á síðustu sekúndum hálfleiksins þegar hann setti þrist lengst utan að velli! Glæsilegt! Munurinn er hinsvegar aðeins 5 stig og KR-ingar þekktir fyrir að klára bókstaflega sína leiki í þriðja hlutanum. Þetta verður rosalegur seinni hálfleikur þar sem KR-ingar koma dýrvitlausir inn!

1:47 - Heimamenn eru í vandræðum með fráköstin, sérstaklega í vörn þar sem Craion og MAgni ná að halda lífi í mörgum boltum. 47:44

2:48 - Stjörnumönnum hefur klárlega ekki tekist að knésetja KR. Craion er þeim erfiður, kominn með 15 stig. 45:42 - Stjörnumenn eru hinsvegar að segja KR-ingum að þetta verður ekki auðveldur leikur hérna.

3:44 - Darri er á öðru máli og setur þrist fyrir KR. DAgur setur hinsvegar aftur þrist!!! 45:38 - Dagur kominn með 18 stig!

4:33 - Jeremy stelur boltanum og treður, í næstu sókn missa KR boltann og Dagur setur þrist! Þetta kveikti duglega í heimamönnum en í næstu tveimur sóknum á eftir treður Craion og setur sniðskot niður... Núna eru baráttan um völdin á vellinum í hámarki og eftir aðra troðslu frá Jeremy virðast heimamenn vera komnir lengra í þeirri baráttu! 42:35

7:22 - Frábært sóknarfrákast frá Jeremy! Skorar en Craion svarar á hinum endanum! Dagur skorar svo og fær víti! Aftur að færast fjör í leik.... 31:31

8:33 - Aftur eru Stjörnumenn ekki að ná að klára færin undir, en fá villu í þetta skiptið. Leikur enn í járnum og KR virðast hökkta ögn hérna í upphafi.

Fyrsti hluti allur! Staðan 25:21 - KR hafa verið betri heilt yfir en góður sprettur heimamnna á síðustu mínútum hlutans gáfu þeim góðar körfur. ÞEtta er allt í járnum ennþá en mér finnst KR álitlegra liðið sem af er.

2:03 - Enn brotið á Craion. Stjörnumenn settu pressu á hálfum velli og uppskáru boltann og villu á KR en það fer ekkert á milli mála að allar aðgerðir heimamanna krefjast mun meiri áreynslu. Dagur setur annan þrist staðan 22:21

3:20 - Brotið á Craion inní teig eftir sóknarfrákast. Heimamenn eru í smá vandræðum með kappann inní teignum en eru að sama skapi duglegir að finna Jeremy sem er svo aftur mjög duglegur að bakka menn uppá blokkinni. Lítið að gerast þessar mínútur annað en mistök á báða bóga. Marvin setur að vísi vítin sín og staðan 17:18

4:44 - Dagur Kár setur þrist! 15:16

5:51 - Helgi setur þrist fyrir KR! KR eru að skipta vel á skrínum og í sókninni þá virðast þeir þurfa að hafa minna fyrir hlutunum. Ekki besta þróun fyrir heimamenn...  10:14

6:27 - Tvær mjög góðar sóknir frá heimamönnum, góðar sendingar og menn tilbúnir að skjóta. 10:8

7:33 - Heimamenn hafa verið klaufar undir körfunni að klára færin sín. KR hefur hinsvegar nýtt sín... Varnarleikur beggja liða er afar ákafur en ekki mikil inneign því flestir sem vilja geta komist upp að körfunni. Marvin setur þrist og Jeremy setur af línunni. Staðan 5:8

8:28 - Brynjar skorar fyrstu stig leiksins og KR komnir strax yfir. Helgi setur þrist og staðan 0:5

Leikur hafinn!

19:11 - Að öllu eðlilegu ætti þessi leikur að verða gríðarlega jafn og spennandi; KR-ingar nýkrýndir Deildarmeistarar og Stjörnumenn nýkrýndir Bikarmeistarar! Hvað getur klikkað fyrir skemmtanagildið! Stolt beggja liða á að brjótast út í baráttu, vilja og getu! 

19:05 - Stjörnumenn eru vissulega nýkrýndir bikarmeistarar en ekki fór það gæfulega fyrir þeim í fyrsta leik sem slíkir og ef þeir mæta ekki tilbúnir í kvöld er ljóst í mínum huga að KR valta yfir þá. Við skulum hinsvegar ekki örvænta um örlög heimamanna; mér þykir ljóst að Stjörnumenn komi alveg vel búnir hérna í kvöld eftir að hafa notað síðasta leikinn í "Bikardemparadýfuna"... Núna eiga menn að vera klárir í að loka tímabilinu á sem glæsilegasta hátt, eftir að hafa sýnt fínar vígtennur reglulega allt tímabilið. Stigin skipta miklu fyrir liðið, svo ekki sé minnst á mikilvægið sem liggur í því að vinna KR heima og setja þannig vinstri fótinn niður til merkis fyrir KR-inga að þeir munu ekki sækja létta sigra í úrslitakeppninni á þessum velli. Svona skilaboð skipta ekki bara miklu útávið, heldur fyrir leikmenn sérstaklega. Núna eru bara alvöru leikir eftir og allt væl gert útlægt og menn verða að mæta, í þessa síðustu leiki deildarkeppninnar, eins og um útslitakeppnina sé að ræða.

18:58 - 20. umferðin fer að hefjast innan skamms og hérna í Ásgarði eru KR-ingar mættir til að gera heiðarlega tilraun til hefnda fyrir bikarleikjadramatíkina. Línur eru að skýrast fyrir úrslitakeppnina og KR búnir að tryggja sig á toppnum. Þessi leikur er minna um stigin og meira um stoltið fyrir KR; þeir ætla sér klárlega ekki að tapa hérna, gegn liðinu sem hirti af þeim annan eftirsóttasta titil körfuboltans hér á landi! Það er hæpið að fullyrða að KR hafi að engu að vinna.

KR hefur þegar tryggt sér sigur í deildinni og heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina en liðið er með 34 stig. Stjarnan er í fjórða sæti með 22 stig og í harðri baráttu um þriðja til fjórða sætið. Stjarnan vann dramatískan bikarúrslitaleik liðanna á dögunum, 85:83.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert