Þrír leikir í Dominos-deildinni

Tracy Smith og félagar í Njarðvík sækja Stólana heim en …
Tracy Smith og félagar í Njarðvík sækja Stólana heim en Grindvíkingar taka á móti erkifjendum sínum í Keflavík. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fylgst verður grannt með gangi mála í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar fimm leikir eru á dagskrá en aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildinni en eins og kunnugt tryggðu KR-ingar sér titilinn í síðustu umferð.

Í þessari frétt verður fylgst með þremur leikjum en það eru leikir Skallagríms og Njarðvíkur, Snæfells og Tindastóls og suðurnesjaslag Grindvíkinga og Keflvíkinga.

Ítarleg lýsing mbl.is verður svo á leik Hauka og ÍR í Hafnarfirði og Stjörnunnar og KR í Garðabænum. Þar eiga KR-ingar harma að hefna þar sem liðið tapaði fyrir Stjörnunni í bikarúrslitum fyrir tveimur vikum síðan.

Kl. 19.15 Skallagrímur - Njarðvík

40. Auðveldur sigur hjá Njarðvík gegn Skallagrími.

30. Staðan eftir þriðja leikhluta var 69:80, Njarðvík í vil sem hefur haft yfirhöndina allan tímann.

20. Hálfleikur. Staðan 46:53 fyrir gestina úr Njarðvík.

10. Staðan eftir fyrsta leikhluta er 21:33 Njarðvíkingum í vil gegn botnliðinu.

1. Leikur hafinn

Kl. 19.15 Snæfell - Tindastóll

40. 77:80, Tindastóll vinnur góðan sigur.

31. 59:60.

30. 59:58, æsispennandi leikur í Stykkishólmi. 

20. Hálfleikur. Staðan 36:33. 

10. Staðan eftir fyrsta leikhluta er 14:15 fyrir Stólunum.

1. Leikur hafinn.

Kl. 19.15 Grindavík - Keflavík

40. 81:89 lokatölur í Grindavík fyrir grannana úr Keflavík.

30. 54:63 fyrir Keflvíkinga eftir þriðja leikhluta.

20. Hálfleikur. Staðan 43:42, æsispennandi leikur í Grindavík.

10. Staðan eftir fyrsta leikhluta er 24:25 fyrir Keflavík.

1. Leikur hafinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert