Westbrook fór á kostum

Russell Westbrook fór á kostum í nótt.
Russell Westbrook fór á kostum í nótt. EPA

Spánverjinn Marc Gasol tryggði Memphis Grizzlies sigurinn gegn Houston Rockets þegar liðin áttust við í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Gasol skoraði sigurkörfuna á síðasta sekúndubroti leiksins og Memphis hrósaði sigri, 102:100 á útivelli. Gasol skoraði 21 stig, tók 7 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Terrence Jones var með 21 stig fyrir Houston.

Russell Westbrook átti frábæran leik fyrir Oklahoma þegar liðið hrósaði sigri gegn Philadelphia, 123:118, í framlengdum leik. Westbrook skoraði 49 stig og náði þrefaldri tvennu fjórða leikinn í röð en það hafði engum tekist að afreka síðan Michael Jordan gerði það. Westbrook tók 16 fráköst og átti 10 stoðsendingar. Jordan náði þrefaldri tvennu í sjö leikjum í röð frá 25. mars til 6. apríl 1989.

Úrslitin í nótt:

Hoston - Memphis 100:102
Oklahoma - Philadelphia 123:118
Indiana - New York 105:82
Orlando - Phoenix 100:105
Boston - Utah 85:84
Brooklyn - Charlotte 91:115
Toronto - Cleveland 112:120
Minnesota - Denver 85:100
New Orleans - Detroit 88:85
Miami - LA Lakers 100:94
SA Spurs - Sacramento 112:85
Milwaukee - Golden State 93:102
LA Clippers - Portland 93:98

e became the first player in at least the last 30 years with 49 points 16 rebounds and 10 assists in a game. He is the first with four consecutive triple-doubles since Jordan had seven in a row from March 25-April 6 1989.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert