Haukur og Sigurður í sigurliðum

Haukur Helgi Pálsson
Haukur Helgi Pálsson Eva Björk Ægisdóttir

Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir LF Basket og spilaði rúmar 30 mínútur í sigri liðsins  í kvöld á ecoÖrebro í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik.

Haukur Helgi setti niður átta stig, tók þrjú fráköst og gaf sex stoðsendingar í þessum þriðja sigurleik liðsins í röð sem er nú í 4. sæti deildarinnar með 44 stig þegar 22 umferðir hafa verið leiknar.

Liðið hefur fjórum stigum meira en Íslendingalið Sundsvall Dragons en liðin mætast í næstu umferð en Sundvall á þrátt fyrir það leik til góða.

Sigurður Gunnar Þorsteinsson spilaði tæpar 20 mínútur í sigri Solna Vikins á KFUM Nässjö í sömu deild en Sigurður setti niður sex stig og tók þrjú fráköst en lokatölur urðu 61:57.

Solna er eftir sigurinn með 28 stig í 7. sæti þar sem liðið siglir lygnan sjó en tíu stig eru í næsta lið fyrir ofan, Uppsala Basket og átta stig í næsta lið fyrir neðan, taplið kvöldsins, KFUM Nässjö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert