Höfum allt að vinna og engu að tapa

Haukur Óskarsson setti niður 23 stig í kvöld.
Haukur Óskarsson setti niður 23 stig í kvöld.

,,Þetta var mjög mikilvægt, þetta er bara ,,comeback" hjá okkur núna," sagði Haukur Óskarsson, bakvörður Hauka, var ánægður með sigur liðsins á Keflvík í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í kvöld.

Haukar voru 2:0 undir í einvíginu í 8-liða úrslitunum í kvöld og þurftu því á sigri að halda en sigur þeirra virtist aldrei í hættu og voru það Keflvíkingar sem eltu allan leikinn.

Fyrsti og fjórði leikhluti reyndust þeim afar dýrmætir en Haukur var stigahæstur í kvöld með 23 stig, þar af fjórar þriggja stiga körfur.

,,Við höfum verið að ströggla á móti svæðunum þeirra í síðustu leikjum og vorum ekki að ná að halda út leikina. Við vorum yfir með níu þegar tvær og hálf voru eftir í síðasta leik og förum í rugl," sagði Haukur í kvöld.

,,Vítin hafa ekki verið detta en þau eru núna skárri. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur, sjálstraust og svona."

Höfum engu að tapa

,,Ég vil meina að tímabilið er búið að vera svona hjá okkur. Vorum að gera góða hluti í byrjun og töpuðum helling og vorum tæpir að komast inn í úrslitakeppnina. Við unnum okkur upp í þriðja sætið því við höfðum engu að tapa og það sama er að gerast núna, erum að manna okkur upp," sagði hann ennfremur."

Haukarnir kláruðu leikinn í fjórða leikhluti og Keflvíkingar misstu einbeitingu. Stigamunurinn var því tólf sig og því nokkuð þægilegur sigur heimamanna sem fara til Keflavíkur á mánudag.

,,Fjórði leikhluti var solid. Þeir voru að brjóta á okkur og við kláruðum vítin og það er eitthvað sem við erum ekki búnir að vera að gera. Ég er mest ánægður með fjórða, við stigum upp þá."

,,Við erum með bakið upp við vegg. Við höfum allt að vinna og engu að tapa, við verðum bara að taka á því," sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert