Tindastóll í undanúrslit

Sauðkrækingar eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins.
Sauðkrækingar eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Tindastóll tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik með sigri á Þór frá Þorlákshöfn 88:76 í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. Tindastóll vann alla þrjá leikina og sendi Þórsara í sumarfrí. 

Leiknum seinkaði um liðlega einn og hálfan klukkutíma þar sem dómarar leiksins og eftirlitsmaður lentu í umferðaróhappi á Holtavörðuheiði. Þeir sluppu ómeiddir úr þeim hildarleik og sáu til þess að leikurinn gæti farið fram þó seinna yrði en áætlað var. 

40. mín: Leiknum er lokið. Tindastóll sigraði 88:76 og samtals 3:0 í rimmunni.

37. mín: Staðan er 80:73 fyrir Tindastól. Þórsarar eru ekki dauðir úr öllum æðum og hafa minnkað muninn niður í sjö stig þegar enn eru 3 mínútur eftir. 

30. mín: Staðan er 70:56 fyrir Tindastól. Skagfirðingar stungu af í 3. leikhluta og unnu hann 29:16. Útlit fyrir að Þórsarar séu á leiðinni í sumarfrí nema eitthvað mikið breytist í síðasta leikhlutanum. 

20. mín: Staðan er 41:39 fyrir Tindastól að loknum fyrri hálfleik. Þetta gæti orðið hörkuleikur á Króknum í kvöld. Nú fara kvöldsvæfir áhorfendur og fá sér bara rótsterkt kaffi enda gæti síðkvöldið orðið fjörugt. Myron Dempsey og Darrin Govens eru báðir komnir með 16 stig. Helstu villuvandræði eru þau að Oddur Ólafsson bakvörður hjá Þór er með 3 villur. 

18. mín: Staðan er 36:30 fyrir Tindastól. Skagfirðingar hafa snúið taflinu sér í hag. Nú reynir á andlegan styrk hjá Þórsurum. Ætla þeir að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni?

10. mín: Staðan er 22:18 fyrir Þór að loknum fyrsta leikhluta. Darrin Govens hefur skorað 11 stig eða helming stiga Þórs en Darrel Lewis 7 fyrir Tindastól.

7. mín: Staðan er 12:16. Þórsarar eru ferskir í upphafi leiks enda varla tilbúnir til þess að fara strax í sumarfrí. Fjögurra stiga forskot Þórs. 

Mikið mæðir á leikstjórnendunum Pétri Rúnari Birgissyni og Oddi Ólafssyni.
Mikið mæðir á leikstjórnendunum Pétri Rúnari Birgissyni og Oddi Ólafssyni. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Klukkan 20:50. Leikurinn er hafinn á Sauðárkróki. 

Uppfært kl 20:10. Samkvæmt nýjustu tíðundum er stefnt að því að reyna að hefja leik klukkan 20:30. 

Frétt mbl.is af umferðaróhappinu

Staðan er í rimmu liðann er 2:0 fyrir Tindastól sem getur því tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á heimavelli í kvöld. Tindastóll hafnaði í 2. sæti í deildakeppninni en Þór í því sjöunda.  

Barist um boltann í öðrum leik liðanna á dögunum.
Barist um boltann í öðrum leik liðanna á dögunum. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert