Oddaleikur í Njarðvík

Hart barist í leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í kvöld.
Hart barist í leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í kvöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stjarnan vann Njarðvík 96:94 í miklum spennuleik og því þurfa liðin að mætast í oddaleik í Njarðvík til að skera úr um hvaða lið fer í undanúrslit Dominosdeildar karla í körfuknattleik. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Fyrri hálfleikur var mjög jafn og fjörugur þar sem Stefan Bonneau fór á kostum í liði Njarðvíkinga, skoraði grimmst og átti auk þess fínar sendingar. Hann gerði fallegar þriggja stiga körfum með mann alveg í nefninu á sér, en .lét það ekki trufla sig. Mikið mæddi á honum og eins átti Snorri Hrafnkelsson fínan leik hjá Njrðvík. Staðan í leikhléi var 50:46 fyrir Stjörnuna.

Hjá Stjörnunni voru það Atkonson, Justin og Dagur Kár sem voru bestir í fyrri hálfleik.

Einhvernvegin hafði ég á tilfinningunni að Stjörnumenn þyrftu meira að hafa fyrir hlutunum og kannski kæmi það í ljós í síðari hálfleiknum.

Seinni hálfleikurinn var ekki síður spennandi og lokasekúndurnar sérstaklega og hefði sigurinn getað lent hvorum metin sem var, en Stjarnan hafði það að þessu sinni.

Atkinson gerði 30 stig fyrir Stjörnuna og Justin 21 en hjá Njarðvik var Bonneau með 34 stig og Logi 22.

Búið 96:94 Njarðvik átti innkastið en hentu í hendurnar á Justin og þar með var þetta búið.

4 sek eftir 96:94. Stjarnan missti boltann og Logi runað ií sókn en Tómas Þórður varði skotið frá honum í sniðskoti og Stjarnan á boltann. Gríaðrleg spenna.

40. mín 96:94 9 sekúndur eftir og Njarðvík tekur leikhé. Stjranan hélt boltanum lengi og síðan þegar skotklukkan var að renna út var dæmdur réttilega fótur á Njarðvík.

40. mín 96:93 30 sek eftir og Atkingson setti niður tvö víti og síðan eitt í næstu sókn.

40. mín 93:93 55 sekúndur eftir og spennan í hámarki. Njarðvík setti nður þriggja stiga úr horninu og jafnaði 91:91 og núna tekur Stjarnan leikhlé.

38. mín 91:88 Tvær mínútur eftir og Njarðvíkingar eru að nálgast þetta hægt og rólega.

37. mín 89:85 Spennan að magnast á ný og nú þarf ekki mikið út af að bera. Justin, Marvin og Ágúst með fjórar villur hjá Stjörnunni og Snorri hjá Njarðvík.

36. mín 85:80 Stjarnan tekur leikhlé enda hefur Njarðvík gert síðustu fjögur stigin og Atkinson að reyna allt of mikið sjálfur og kemur það niður á annars flottum sóknarleik heimamanna. Hann þarf aðeins að róa sig í skotunum

34. mín 85:76 Njarðvík tekur leikhlé enda hefur Stjarnan verið sterarki á síðustu mínútunni og ekki rétt að láta þá ná of mikilli forystu.

33. mín 81:76 Mikill hamagangur á fyrstu mínútunum og lítið skorað, menn misstu boltann hægri vonstri. en svo fundu menn taktinn á ný og Stjarnan komiin með fimm stiga forystu.

30 mín 75:73 Þriðja leikhluta lokið og allt stefnir í flottan síðasta leikhluta. Bonneau með 29 stig fyrir Njarðvík og Atkinson 25 fyrir Stjörnuna.

29. mín 74:70. Njarðvíkingar að koma til baka heldur betur, en það er ekki langt þangað til einhver fær tæknivillku. Hitinn er þvílíkur.

28.mín 72:58 Bonneau meiðist og fer útaf vonandi ekki lengi.

27 mín 72:58 Njarðvíkingar dálítið farnir að röfla í dómurunum og það kann ekki góðri lukku að stýra. Log i kallar sína menn saman og fer yfir í stuttu máli hvernig best að hafa þetta.

26. mín 68:58 Tíu stiga foyrsta eftir flottan kafla hjá Justin og fleiri leikmönnum Stjörnunnar

24. mín 61:53 Njarðvík tekur leikhlé enda Stjörnumenn á fínni siglingu núna. Justin mjög sterkur, dripplar allt í kring um Njarðvíkinga og gefiru síðan á félaga sína sem eru einir undir körfunni.

21. mín 55:51 Síðari hálflelikur hafinn og skorað er í fyrstu fjórum sóknunum, Njarðvík tvívegis og Stjarnan einnig og önnur karfan var þriggja stiga.

20 mín 50:46 Hálfleikur. Fjörugum fyrri hálfleik lokið þar sem allt var gefið í það. Einhvern vegin finnst mér sem Njarðvíkingar hafi minna fyrir því að skora, en kannski er það vegna frábærs leiks Bonneau. Vörn Njarðvíkinga er sterk og heimamenn þurfa oft að hafa talsvert fyrir því að koma sér í góð skotfæri,en það hefur hingað til alltaf tekist. Bonneau með 20 stig frir Njarðvík og Atkinson 16 fyrir Stjörnuna.

19. mín 48:46. Fjörið heldur áfram og enn er allt í járnum eins og búast mátti við. Bonneau fer á kostum hja Njarðvík, skorar mikið og tekk í trekk með mann í sér en neglir samt niður þriggja stiga skotum og á síðan þessar líka glæissendingar á félaga sína.

16. mín 38:37 Mikið gengur á og hraðinn mikill og allir leikmenn gefa allt sem þeir geta enda mikið í húfi. Einn leikmanna Njarðvíkur tók svo á því við að ná frákasti í sókninni og skora að hann hoppaði upp úr öðrum skónum sínum. Er kominn í hann og leikuirnn heldur a´fram eftir leikhlé Njarðvíkinga.

14. mín 34:31 Mönnum heitt í hamsi, sérstaklega á hliðarlínunni, en Leifur ræðir við menn og gerir þeim grein fyrir hverjir það eru sem ráða.

11. mín 28:28 Annar hluti byrjar fjörlega. Njraðvíkingar spila rosalega stífa vörn en Garðbæingum tekst þó á andanum að leysa hana og koma sér í fín færi.

10 mín 26:23. Fyrsta leikhluta lokið. Eftir 10:0 kafla Stjörnunnar komust þeir yfir og hafa haldið því, en munurinn er ekki mikill. Bonneau með 13 stig fyrir Njarðvík og Dagur Kar 11 fyrir Stjörnuna.

8. mín 19:16 Sjö stigi í röð frá Stjörnunni sem náði að staela boltanum og fengu flott hraðaupphlaup.

7. mín. 12:16 Stefan Bonneau er í stuði hjá Njarðvíkingum og er kominn með tvær þriggja stiga körfur nokkuð langt utan af velli.

5. mín 6:6 Allt jafn og ef marka má þessar upphafsmínútur verður áð meira og minna svo til loka.

3. mín 2:5 Fyrsta skot Njarðvíkinga rataði ekki niður og stjarnan gerði fyrstu stigin en síðan eru komin fimm frá Njarðvík.

1. mín 0:0 Leikurinn er hafinn og það má búat við mikilli spennu og eldfjögurum leik.

Dómarar kvöldsins eru Leifur S. Garðarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Jón Guðmundsson.

Nú eru 40 mínútur í leik og Njarðvíkingar streyma í húsið og munu taka stóran hluta af áhofendastæðunum. Raunar fékk Silfurskeiðin, stuðningsmannaklúbbur Stjörnunnar, að mæta fyrst allra í salinn og er með sæti fyrir miðju, en Njarðvíkingar eru mættir tímanlega.

Með sigri komast Njarðvíkingar í undanúrslitin en vinni heimamenn þarf oddaleik í Njarðvík. Leikirnir þrír hafa verið gríðarlega jafnir og spennandi og ekki við neinu öðru að búast í dag. Njarðvík vann 88:82 í framlengingu í fyrsta leiknum, Stjarnan hafði betur 89:86 í leik númer tvö og um daginn vann Njarðvík 92:86.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert