Hamar í úrslit - oddaleikur á Selfossi

Fannar Freyr Helgason úr ÍA og Julian Nelson úr Hamri …
Fannar Freyr Helgason úr ÍA og Julian Nelson úr Hamri voru atkvæðamiklir í leiknum og hér reynir Fannar að ara framhjá Nelson. Ljósmynd/Jónas H. Ottósson

Hamarsmenn úr Hveragerði eru komnir í úrslit umspilsins í 1. deild karla í körfuknattleik eftir að hafa sigrað Skagamenn öðru sinni í undanúrslitum í gærkvöld, nú 103:94 á Akranesi. Valsmenn jöfnuðu hinsvegar metin í 1:1 gegn FSu með sigri á Hlíðarenda, 92:78, og í því einvígi verður oddaleikur á Selfossi annað kvöld.

Á vef Körfuknattleiksfélags ÍA er eftirfarandi grein um leikinn á Akranesi í gærkvöld:

Skemmtilegri undanúrslitarimmu milli ÍA og Hamars lauk í kvöld með 9 stiga sigri gestanna í Hveragerði sem unnu því seríuna 2-0 og hefndu fyrir seríuna 2011/2012 þegar Skagamenn gerðu slíkt hið sama. 

Stuðningsmenn ÍA fjölmenntu í Hveragerði og komu á rútu, þetta kveikti í Hvergerðingum sem smöluðu einnig í rútu og fjölmenntu á Akranes í kvöld, er gríðarlega góð mæting var á leikinn eða um 600 manns og þétt setin stúkan sem skilaði sér í glæsilegri stemmingu.

Gæðin inn á vellinum voru einnig mjög góð, bæði lið sýndu að þau eiga fullt erindi í að vera í þessum leik og klárlega með lið til að keppa um laust sæti í Dominosdeildinni.  Jafnræði var með liðunum en Skagamenn leiddu nær allan fyrsta leikhluta og í öðrum leikhluta skriðu Hamarsmenn fram úr og náðu 10 stiga forystu sem ÍA náði aldrei almennilega að ógna. 

Í hvert skipti sem ÍA gerði áhlaup náðu Hamarsmenn að svara en liðið lauk leik með 48% nýtingu í 3ja stigaskotum, hittu 11/23 á meðan ÍA hitti 14/46 skotum sínum fyrir utan 3ja stiga línuna, þar af var Zachary Jamarco Warren með 10/16, sem er met á þessu tímabili en fyrra metið átti hann sjálfur 10/17.

Tölfræði leikjanna tveggja:

ÍA - Hamar 94:103

Akranes - Vesturgata, 1. deild karla, 29. mars 2015.

Gangur leiksins: 7:2, 14:11, 17:17, 25:27, 32:33, 34:35, 38:39, 38:48, 41:53, 46:57, 56:65,63:73, 72:81, 80:86, 83:92, 94:103.

ÍA: Zachary Jamarco Warren 39/4 fráköst/6 stoðsendingar, Áskell Jónsson 21, Fannar Freyr Helgason 10/18 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Erlendur Þór Ottesen 10/5 fráköst, Ómar Örn Helgason 7/9 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 4, Birkir Guðjónsson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 17 í sókn.

Hamar: Julian Nelson 28/11 fráköst/5 stolnir, Snorri Þorvaldsson 20/4 fráköst, Lárus Jónsson 16/6 fráköst/9 stoðsendingar, Örn Sigurðarson 13/5 fráköst, Bjarni Rúnar Lárusson 12/8 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 8/8 fráköst, Halldór Gunnar Jónsson 6.

Fráköst: 33 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Ísak Ernir Kristinsson.

Valur - FSu 92:78

Vodafonehöllin, 1. deild karla, 29. mars 2015.

Gangur leiksins: 4:5, 12:9, 14:18, 18:25, 23:28, 26:31, 31:39, 40:45, 48:47, 55:52, 58:59,65:64, 71:67, 83:69, 87:72, 92:78.

Valur: Nathen Garth 25/6 fráköst/7 stoðsendingar, Benedikt Blöndal 15, Leifur Steinn Árnason 15/5 fráköst, Illugi Auðunsson 13/17 fráköst/6 stoðsendingar, Kormákur Arthursson 9, Bjarni Geir Gunnarsson 6, Sigurður Rúnar Sigurðsson 5/4 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 4/6 fráköst.

Fráköst: 36 í vörn, 10 í sókn.

FSu: Ari Gylfason 31/5 fráköst, Collin Anthony Pryor 17/15 fráköst, Hlynur Hreinsson 13/5 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 8/5 fráköst, Maciej Klimaszewski 4/6 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Svavar Ingi Stefánsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Steinar Orri Sigurðsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert