Drekarnir fengu skell

Ægir Þór Steinarsson er einn fjögurra Íslendinga í herbúðum sænska …
Ægir Þór Steinarsson er einn fjögurra Íslendinga í herbúðum sænska körfuknattleiksliðsins Sundsvall Dragons. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Drekarnir frá Sundsvall fengu skell í fyrsta leik sínum við Södertälje í undanúrslitun sænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í dag en leikið var á heimavelli Södertälje. Lokatölur voru 98:66, heimaliðinu í vil og höfðu Íslendingarnir fjórir í liði Sundvalls Dragons sig lítt í frammi.

Södertälje byrjaði leikinn af krafti og hafði 16 stiga forskot að loknum tveimur leikhlutum af fjórum. Leikmenn Sundsvall lögðu lítið í leikinn í fjórða leikhluta sem þeir töpuðu með 20 stiga og nokkuð ljóst að menn voru komnir með hugann við næsta leik liðanna sem fram fer á sama stað á fimmudaginn.

Ægir Þór Steinarsson skoraði sex stig, tók eitt frákast og átti tvær stoðsendingar fyrir Sundsvall drekana. Hlynur Bæringsson skoraði fimm stig, tók sex fráköst og átti tvær stoðsendingar, Jakob Örn Sigurðarson skoraði fjögur stig og tók tvö fráköst og Ragnar Nathanaelsson skoraði tvö stig og tók eitt frákast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert