Fara illa af stað

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. mbl.is/Ómar

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og félagar í Norrköping fóru illa af stað í undanúrslitum sænska meistaratitilinn í körfuknattleik í dag. Þær töpuðu með 29 stiga mun, 90:61, á útivelli fyrir Udominate í fyrstu viðureign liðanna en leikið var á heimavelli Udominate.

Sigrún Sjöfn Ámundardóttir skoraði sex stig og tók eitt frákast. 

Ekki gekk betur hjá Helenu Sverrisdóttur og samherjum hennar í pólska liðinu Polkowice. Þær töpuðu einnig stórt, 78:54, fyrir Wisla í fyrsta leik liðanna í undanúslitum um pólska meistaratitilinn. Helena skoraði sex stig í leiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert