Grindavík í úrslitakeppnina - Blikar féllu

Bikarmeistarar Grindavíkur höfðu ástæðu til þess að fagna sæti í …
Bikarmeistarar Grindavíkur höfðu ástæðu til þess að fagna sæti í úrslitakeppninni í kvöld eftir sigur á Val. Ómar Óskarsson

Grindavík tryggði sér í kvöld fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppni úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, þegar liðið vann Val, 80:77, í uppgjöri liðanna um keppnisrétt í úrslitakeppninni. Grindavík mætir þar með Snæfelli í undanúrslitum og Keflavík og Haukar eigast við. 

Grindavíkurliðið hafði frumkvæðið lengst af leiksins við Val í íþróttahúsinu í Grindavík í kvöld. Valur náði örlitlu forskoti undir lok annars leikhluta og hafði fjögurra stiga forskot í hálfleik, 43:39. Grindavíkurliðið náði að sigla framúr á nýjan leik í þriðja leikhluta og halda sjó í þeim fjórða og vinna með þriggja stiga mun. 

Snæfell hefur fyrir löngu tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Liðið vann botnlið Breiðabliks, 92:57, í Smáranum í Kópavogi. Þar með réðust úrslitin í fallbaráttunni og Breiðablik féll aftur úr deildinni eftir eins árs fjarveru. KR slapp hinsvegar þrátt fyrir tap fyrir Haukum, 69:52, en KR hefði fallið ef Blikar hefðu komið á óvart og sigrað Snæfell.

Úrslit í lokaumferðinni eru sem hér segir: 

Haukar - KR 69:52

Schenkerhöllin, Úrvalsdeild kvenna, 01. apríl 2015.

Gangur leiksins:: 2:0, 4:0, 6:5, 10:8, 18:12, 22:17, 31:21, 39:23, 43:23, 47:26, 49:30, 54:35, 58:37, 62:42, 66:46, 69:52.

Haukar: LeLe Hardy 25/21 fráköst/7 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 10, Sólrún Inga Gísladóttir 8, Þóra Kristín Jónsdóttir 6/7 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 5/11 fráköst/6 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/4 fráköst, Rakel Rós Ágústsdóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Anna Lóa Óskarsdóttir 1.

Fráköst: 36 í vörn, 15 í sókn.

KR: Simone Jaqueline Holmes 15/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 11/6 fráköst, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 6/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 6/5 fráköst/7 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 5, Sólrún Sæmundsdóttir 5, Sara Mjöll Magnúsdóttir 4/4 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Steinar Orri Sigurðsson.

Breiðablik - Snæfell 57:92

Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 01. apríl 2015.

Gangur leiksins:: 8:4, 11:16, 18:22, 23:30, 27:35, 31:39, 33:48, 35:57, 37:63, 39:67, 41:75, 43:79, 47:84, 49:90, 52:90, 57:92.

Breiðablik: Arielle Wideman 23/10 fráköst/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10/7 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 9/4 fráköst, Hlín Sveinsdóttir 5, Aníta Rún Árnadóttir 3, Elín Kara Karlsdóttir 3, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/6 fráköst/7 varin skot, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/10 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 21 í sókn.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 42/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 20/10 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 6/7 fráköst/9 stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir 6, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 5/4 fráköst, María Björnsdóttir 5/4 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Halldor Geir Jensson.

Hamar - Keflavík 61:111

Hveragerði, Úrvalsdeild kvenna, 01. apríl 2015.

Gangur leiksins:: 2:7, 7:15, 10:17, 12:26, 16:35, 19:43, 29:51, 31:57, 36:66, 40:74, 46:81, 48:83, 48:87, 48:97, 56:106, 61:111.

Hamar: Sydnei Moss 17, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 15/9 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Vala Ingvarsdóttir 8, Vilborg Óttarsdóttir 5, Jenný Harðardóttir 3, Hafdís Ellertsdóttir 2.

Fráköst: 16 í vörn, 7 í sókn.

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 30/14 fráköst/7 stoðsendingar, Marín Laufey Davíðsdóttir 16/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 13, Sara Rún Hinriksdóttir 11/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 4/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Svanhvít Ósk Snorradóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 2.

Fráköst: 34 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Georg Andersen, Sigurbaldur Frimannsson.

Grindavík - Valur 80:77

Grindavík, Úrvalsdeild kvenna, 01. apríl 2015.

Gangur leiksins:: 7:6, 12:11, 17:15, 23:21, 25:25, 29:27, 31:35, 39:43, 39:46, 45:48, 50:50, 57:54, 67:60, 69:64, 74:69, 80:77.

Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 28/10 fráköst, Kristina King 18/7 fráköst/7 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 18/9 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 7/6 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 4/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3/4 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2/5 stoðsendingar.

Fráköst: 30 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Taleya Mayberry 28/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16, Kristrún Sigurjónsdóttir 11/7 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 7/5 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Davíð Tómas Tómasson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert