Mjög ánægjulegt að fá strax tvo oddaleiki

Logi Gunnarsson úr Njarðvík og Dagur Kár Jónsson úr Stjörnunni …
Logi Gunnarsson úr Njarðvík og Dagur Kár Jónsson úr Stjörnunni mætast í oddaleik í kvöld. mbl.is/Kristinn

„Það lá fyrir að það gæti orðið mjög mjótt á mununum í tveimur einvígjanna þar sem deildin var hnífjöfn frá þriðja og niður í níunda sæti og það hefur komið á daginn,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs í Þorlákshöfn, þegar Morgunblaðið bað hann að velta fyrir sér oddaleikjunum tveimur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik sem fram fara í kvöld.

Haukar og Keflavík mætast á Ásvöllum klukkan 16 og Njarðvík tekur á móti Stjörnunni klukkan 19. Í báðum einvígjum er staðan jöfn, 2:2. Keflavík komst í 2:0 gegn Haukum, sem síðan jöfnuðu metin, en allir fjórir leikir Njarðvíkur og Stjörnunnar hafa endað með naumum heimasigri.

„Það er líka ánægjulegt að við skulum fá tvo oddaleiki strax í átta liða úrslitunum. Þetta er það sem allir vonast eftir en í fyrra fór t.d. ekkert einvígi í allri úrslitakeppninni í oddaleik,“ sagði Benedikt en hans menn í Þór féllu út fyrir Tindastóli í þremur leikjum.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er rætt við Benedikt um oddaleikina tvo sem fram fara í dag og kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert