Tómas í raðir Stjörnumanna

Tómas Heiðar í treyju Stjörnunnar.
Tómas Heiðar í treyju Stjörnunnar. Mynd/Pétur Hreinsson

Tómas Heiðar Tómasson er genginn til liðs við Stjörnuna í körfuknattleik karla. Tómas er uppalinn hjá Fjölni en spilaði síðustu tvö tímabil með Þór frá Þorlákshöfn. Hann semur við Stjörnuna til tveggja ára.

Tómas er 23 ára og lék 25 leiki á þessu tímabili og skoraði 16,1 stig að meðaltali í leik fyrir Þórsara en þeiri féllu úr leik gegn Tindastóli í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla um Íslandsmeistaratitilinn.

Stjörnumenn framlengdu á sama tíma samningi sínum við Justin Shouse en þeir sömdu einnig við sex unga leikmenn. 

Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar sagði það líka á blaðamannafundinum að allir leikmenn Stjörnunnar sem spiluðu með liðinu á síðasta tímabili væru búnir eða við það að semja við félagið.

Dag Kár Jónsson bakvörður Stjörnunnar er hins vegar á leið út í bandaríska háskólaboltann og er Tómasi ætlað að fylla í hans skarð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert