Cleveland komið með undirtökin

Kyrie Irving hjá Cleveland og Jae Crowder hjá Boston í …
Kyrie Irving hjá Cleveland og Jae Crowder hjá Boston í leiknum í kvöld. AFP

Cleveland Cavaliers lagði Boston Celtics að velli í kvöld, 113:100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik sem fram fór í Cleveland.

Ekkert óvænt við það, enda hafnaði Cleveland í öðru sæti Austurdeildar en Boston, sigursælasta lið deildarinnar frá upphafi, endaði í sjöunda sætinu.

Kyrie Irving skoraði 30 stig fyrir Cleveland, LeBron James 20 og Kevin Love 19 en Love tók auk þess 12 fráköst. Isaiah Thomas skoraði 22 stig fyrir Boston og átti 10 stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert