Houston og Chicago byrja á sigrum

Clint Capela hjá Houston í baráttu við Al-Farouq Aminu og …
Clint Capela hjá Houston í baráttu við Al-Farouq Aminu og J.J. Barea hjá Dallas í leik liðanna í nótt. AFP

Houston Rockets vann Dallas Mavericks, 118:108, í viðureign Texasliðanna í fyrsta leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt og Chicago Bulls lagði Milwaukee Bucks að velli, 103:91. Bæði úrslitin eru eftir bókinni, miðað við lokastöðu Austur- og Vesturdeildanna í vetur.

Houston var alltaf með undirtökin gegn Dallas eftir að hafa náð þrettán stiga forskoti í fyrsta leikhluta. James Harden skoraði 24 stig fyrir Houston og fimm aðrir leikmenn liðsins náðu tveggja stafa tölu. Harden átti auk þess 11 stoðsendingar.

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas og Tyson Chandler tók 18 fráköst.

Í Chicago var Derrick Rose í aðalhlutverki hjá heimamönnum og skoraði 23 stig ásamt því að eiga 7 stoðsendingar. Jimmy Butler var þó stigahæstur með 25 stig. Khris Middleton skoraði 18 stig fyrir Milwaukee og Zaza Pachulia skoraði 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert