LeBron með 5.000 stig í úrslitakeppni

LeBron James er einn sá allra besti.
LeBron James er einn sá allra besti. AFP

Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James skoraði sitt 5.000. stig í úrslitakeppni NBA í sjötta leik einvígis Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors um meistaratitilinn í nótt.

LeBron, sem er af mörgum talinn einn besti leikmaður allra tíma, er sá sjötti en jafnframt sá yngsti til að ná þessum árangri, 30 ára að aldri. Hann hefur leikið 178 leiki í úrslitakeppninni. Hann er aðeins 111 stigum frá Tim Duncan, leikmanni San Antonio Spurs, þrátt fyrir að Duncan hafi leikið 241 leik í úrslitakeppninni.

Eftirtaldir eru sex stigahæstu leikmenn úrslitakeppninnar. 

1. Michael Jordan - 5.987 stig í 179 leikjum.

2. Kareem Abdul-Jabbar - 5.762 stig í 237 leikjum.

3. Kobe Bryant - 5.640 í 220 leikjum.

4. Shaquille O'Neal - 5.240 í 216 leikjum.

5. Tim Duncan - 5.113 í 241 leik.

6. LeBron James - 5.002 í 178 leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert