„Ég fékk létt áfall“

Helena Sverrisdóttir á fullri ferð gegn Möltu á nýliðnum Smáþjóðaleikunum.
Helena Sverrisdóttir á fullri ferð gegn Möltu á nýliðnum Smáþjóðaleikunum. mbl.is/Golli

Í dag verður dregið í riðlakeppni fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna í körfuknattleik sem fer fram árið 2017 í Tékklandi. Ísland er skráð til leiks og er í fjórða styrkleikaflokki, en drátturinn fer fram í München í Þýskalandi.

„Ég er bara mjög spennt, við sáum hvað strákarnir gerðu og okkur langar auðvitað að fá tækifæri til þess að taka þátt að minnsta kosti,“ sagði Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona Íslands, við Morgunblaðið í gær. Hún vitnar í góðan árangur íslenska karlalandsliðsins sem mun keppa í lokakeppni Evrópumóts karla í haust, fyrst íslenskra körfuknattleikslandsliða.

Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki ásamt Hollandi, Bosníu, Sviss og Albaníu, en þetta er í fyrsta sinn frá undankeppninni 2009 sem Ísland er skráð til leiks.

Sjá viðtal við Helenu í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert