„Bekkpressa er fyrir súkkulaðidrengi“

Skagfirðingurinn Axel Kárason er, eftir því sem heimildamenn mbl.is halda fram, sá hraustasti í körfuboltalandsliðinu ef mið er tekið af þyngdum í kraftlyftingum. Axel gefur ekki mikið fyrir bekkpressuna en er mun hrifnari af réttstöðulyftunni. 

Axel segir að fararstjórinn Páll Kolbeinsson geti dundað sér í bekkpressunni en með góðri ástundun í réttstöðulyftu verði menn „vinnusterkir“ sagði dýralæknirinn meðal annars og glotti. 

Axel rataði í fréttirnar í morgun þegar greint var frá því hjá KKÍ á samskiptamiðlum að hann hefði samið ljóð í ferðinni um EM og þátttöku Íslands. 

Mbl.is spurði Axel einnig út í skáldskapinn sem hann sagði vera fína leið til að dreifa huganum á hótelinu í aðdraganda landsleikja. 

Axel Kárason.
Axel Kárason. Ljósmynd/KKÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert