Fjórir í landsliðinu hafa leikið í Þýskalandi

Hörður Axel Vilhjálmsson lék í þýsku bundesligunni síðasta vetur.
Hörður Axel Vilhjálmsson lék í þýsku bundesligunni síðasta vetur. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í lokakeppni EM í körfubolta í Berlín í dag klukkan 13 að íslenskum tíma. Uppselt er á leikinn en hin glæsilega Mercedes Benz höll tekur um 14 þúsund manns. 

Fjórir í íslenska landsliðinu hafa leikið með þýskum félagsliðum á sínum ferli. Hafa þeir því leikið á móti nokkrum í þýska landsliðinu. 

Logi Gunnarsson lék með Ulm þegar hann hélt fyrst utan tímabilið 2002 - 2003. Hann lék einnig með Giessen 2004 - 2005 og Bayreuth 2005 - 2006. 

Jón Arnór Stefánsson lék með Trier þegar hann hélt fyrst utan tímabilið 2002 - 2003. 

Jakob Örn Sigurðarson lék með Bayer Leverkusen 2005 - 2006. 

Hörður Axel Vilhjálmsson lék með Mitteldeutscher 2011 - 2013 og aftur á síðasta tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert