Sýna þarf sparihliðarnar gegn stórþjóðum

Áskorun sú sem íslenska landsliðið í körfubolta stendur frammi fyrir …
Áskorun sú sem íslenska landsliðið í körfubolta stendur frammi fyrir í Berlín er stór.

Ekki þarf fólk að vera með fimm háskólagráður til að sjá að íslensku landsliðsmennirnir í körfubolta þurfa að sýna sparihliðarnar í lokakeppni EM í Berlín sem hefst í dag.

Fimm stórþjóðir í körfuboltanum – Spánn, Serbía, Þýskaland, Tyrkland og Ítalía – vænta þess að auðfengin stig skili sér í hús gegn Íslandi.

Íslenska landsliðið í körfubolta getur ekki státað af mörgum sigrum gegn þjóðum í þessum gæðaflokki í íþróttinni. Á þeim tíma sem Ísland gat teflt fram Pétri Guðmundssyni í miðherjastöðunni vann liðið þjóðir eins og Frakkland og Vestur-Þýskaland en síðan eru liðin mörg ár.

Sjá viðhorfsgrein Kristjáns Jónssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert