Bryndís vill losna frá Keflavík

Bryndís Guðmundsdóttir.
Bryndís Guðmundsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Körfuknattleikskonan Bryndís Guðmundsdóttir, landsliðskona, hefur ákveðið að segja skilið við Keflavík.

„Mér finnst þetta mjög leiðinlegt allt og vil auðvitað vera í Keflavík en samstarf milli okkar er ekki að ganga upp sem stendur. Það kemur í ljós á þriðjudag hvort ég fái að ganga úr félaginu eða ekki. Ég er náttúrulega samningsbundin þetta tímabilið og ég hef heyrt að Keflavík ætli að efna sinn samning og ekki skrifa undir félagsskipti.

Ég veit í raun ekki hvernig þetta virkar því ég hef aldrei þurft að fá mig lausa undan svona samningi. Það yrði slæmt ef ég þyrfti að vera nauðug á samningi hjá félaginu. Það eru náttúrulega landsliðs prógramm framundan og ég þarf að vera klár í það,“ segir Bryndís í samtali við Karfan.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert