„Eins og klukkan 4 að morgni á Danska barnum“

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var þokkalega sáttur eftir að hans menn sigruðu Grindavík, 93:73, í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar eru eftir leikinn áfram í 2. sæti deildarinnar með 12 stig eftir átta leiki.

„Leikurinn fór einhvernveginn aldrei á flug í fyrri hálfleik. Það vantaði hraðann og mikið um mistök. Hraðinn kom þarna hjá okkur í lok þriðja og byrjun fjórða leikhluta og þá vorum við mun betra liðið,“ sagði Finnur við mbl.is eftir leikinn í Grindavík í kvöld.

„Maður upplifði sig hérna klukkan 4 að morgni á Danska barnum miðað við tónlistarvalið í hálfleik og fyrir leik,“ sagði Finnur glottandi.

Nánar er rætt við Finn í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert