Keflavík tapaði sínum fyrsta leik

Helgi Már Magnússon leikur sinn fyrsta leik á þessu tímabili …
Helgi Már Magnússon leikur sinn fyrsta leik á þessu tímabili í kvöld en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Keflavík tapaði sínum fyrsta leik í Dominos-deild karla þegar liðið heimsótti Tindastól. Lokatölur urðu 97:91 fyrir heimamenn eftir jafnan og spennandi leik. Heimamenn voru átta stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta en staðan í hálfleik var jöfn. Síðari hálfleikurinn var æsispennandi en heimamenn höfðu sigur í lokin. 

Íslandsmeistarar KR sigruðu Grindavík suður með sjó, 93:73. KR-ingar voru yfir allan leikinn og virtust staðráðnir í að kvitta fyrir tapið gegn Keflavík í síðustu umferð. Heimamenn voru í eltingaleik allan tímann og höfðu ekki erindi sem erfiði.

ÍR-ingar sigruðu Hött, 95:81, í fallslag í Seljaskóla. Heimamenn náðu góðri forystu strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi.

Þá gerðu Haukar góða ferð til Þorlákshafnar þar sem þeir sigruðu heimamenn í Þór, 88:70. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var jöfn en eftir það settu Haukar í fluggír og litu ekki um öxl eftir það.

Stjarnan sigraði Njarðvík á heimavelli, 80:70 en þeim leik var lýst hér.

Staðan að loknum leikjum kvöldsins:

Keflavík 14 stig
KR 12 stig
Haukar 10 stig
Stjarnan 10 stig
Njarðvík 10 stig
Þór Þ. 8 stig
Grindavík 8 stig
Tindastóll 8 stig
Snæfell 6 stig
ÍR 6 stig
FSU 2 stig
Höttur 0 stig

Í þessari lýsingu var fylgst með fjórum af leikjunum fimm en sérstök lýsing er frá leik Stjörnunnar og Njarðvíkur þar sem Kristinn Friðriksson fer ítarlega yfir gang mála jafnóðum.

Úrslit kvöldsins:

Tindastóll - Keflavík   91:91
ÍR - Höttur                95:81
Þór Þ. - Haukar         70:88
Grindavík - KR          73:93
Stjarnan - Njarðvík  80:70

Tindastóll - Keflavík 97:91

Sauðárkrókur, Úrvalsdeild karla, 26. nóvember 2015.

Gangur leiksins:: 2:4, 10:10, 21:16, 31:23, 35:30, 40:39, 45:44, 54:54, 58:57, 67:64, 71:65, 74:71, 82:76, 87:84, 91:89, 97:91.

Tindastóll: Darrel Keith Lewis 32/4 fráköst, Jerome Hill 20/15 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Svavar Atli Birgisson 7/5 fráköst, Viðar Ágústsson 5, Darrell Flake 2, Helgi Rafn Viggósson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 16 í sókn.

Keflavík: Earl Brown Jr. 27/6 fráköst, Valur Orri Valsson 18/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 14, Magnús Þór Gunnarsson 11, Magnús Már Traustason 8, Guðmundur Jónsson 6, Davíð Páll Hermannsson 4, Ágúst Orrason 3.

Fráköst: 13 í vörn, 4 í sókn.

ÍR - Höttur 95:81

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Úrvalsdeild karla, 26. nóvember 2015.

Gangur leiksins:: 5:4, 12:8, 19:10, 28:17, 33:20, 47:22, 49:28, 52:36, 58:43, 63:48, 67:57, 74:59, 78:63, 85:65, 89:74, 95:81.

ÍR: Jonathan Mitchell 22/11 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 19, Oddur Rúnar Kristjánsson 18, Sveinbjörn Claessen 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/7 fráköst/7 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8/6 fráköst, Trausti Eiríksson 2, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2, Daði Berg Grétarsson 2.

Fráköst: 32 í vörn, 9 í sókn.

Höttur: Mirko Stefán Virijevic 28/11 fráköst, Helgi Björn Einarsson 17/8 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 16, Tobin Carberry 15/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 5/5 fráköst.

Fráköst: 18 í vörn, 13 í sókn. 

Stjarnan - Njarðvík 80:70

Ásgarður, Úrvalsdeild karla, 26. nóvember 2015.

Gangur leiksins:: 6:3, 8:7, 15:15, 21:19, 24:23, 30:25, 36:31, 44:36, 51:43, 51:48, 58:52, 63:60, 63:62, 70:65, 79:69, 80:70.

Stjarnan: Al'lonzo Coleman 19/13 fráköst/9 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 18/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 16, Justin Shouse 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Ólafsson 8, Sæmundur Valdimarsson 6/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 9 í sókn.

Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 20/9 fráköst, Logi Gunnarsson 18/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 12/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 9/8 fráköst, Marquise Simmons 9/9 fráköst, Hjalti Friðriksson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 15 í sókn. 

Þór Þ. - Haukar 70:88

Icelandic Glacial höllin, Úrvalsdeild karla, 26. nóvember 2015.

Gangur leiksins:: 3:3, 6:7, 14:13, 18:18, 24:24, 29:30, 34:39, 37:45, 40:54, 49:59, 53:70, 59:75, 59:79, 59:79, 64:86, 70:88.

Þór Þ.: Vance Michael Hall 19/7 fráköst/7 stoðsendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 13/10 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 8, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 8/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8, Magnús Breki Þórðason 6, Emil Karel Einarsson 5, Baldur Þór Ragnarsson 3.

Fráköst: 21 í vörn, 9 í sókn.

Haukar: Haukur Óskarsson 23, Finnur Atli Magnússon 18/8 fráköst, Stephen Michael Madison 18/13 fráköst/6 stoðsendingar, Kári Jónsson 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 10, Emil Barja 5/6 fráköst, Guðni Heiðar Valentínusson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.

Grindavík - KR 73:93

Mustad höllin, Úrvalsdeild karla, 26. nóvember 2015.

Gangur leiksins:: 6:6, 13:10, 16:19, 20:27, 24:31, 29:33, 34:39, 36:44, 42:47, 48:51, 50:59, 55:69, 61:77, 62:79, 67:88, 73:93.

Grindavík: Eric Julian Wise 21/10 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/16 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 8/7 fráköst, Hilmir Kristjánsson 8, Ingvi Þór Guðmundsson 4, Þorleifur Ólafsson 4.

Fráköst: 26 í vörn, 16 í sókn.

KR: Michael Craion 20/14 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 19/4 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 8, Darri Hilmarsson 8/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 8, Björn Kristjánsson 7/6 fráköst, Helgi Már Magnússon 4/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 4.

Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.

20.58 Leikjunum er lokið. ÍR-ingar sigruðu Hött örugglega á heimavelli, lokatölur 95:81. Jon­ath­an Mitchell var atkvæðamestur í liði heimamanna með 22 stig. Í Þorlákshöfn unnu Haukar öruggan sigur á Þórsurum, lokatölur þar 88:70.  Keflvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik á Sauðarkróki en þar höfðu heimamenn sex stiga sigur.

Grindavík - Leik er lokið í Grindavík með sigri KR 73:93.  KR komu töluvert tilbúnari til leiks og leikurinn í heild sinni einkenndist af því. Grindvíkingar voru alltaf í eltingaleik og virtust langt frá því að eiga nokkur svör gegn frábærum leik KR.  Verðskuldaður sigur gestana sem voru að spila einkar huggulegan körfuknattleik í kvöld. Virsti ekki skipta máli hver kom inná allir lögðu í púkkið. Tapið þýðir að Grindvíkingar eru nú án stiga í tveimur síðustu deildarleikjum sínum á heimavelli sínum. 

20.29 Þriðja leikhluta í leikjunum er lokið og ennþá spenna á flestum vígstöðum. ÍR-ingar hafa slakað á gegn Hetti en hafa þó ennþá 15 stiga forskot. Jon­ath­an Mitchell er kominn með 20 stig í liði heimamanna. Það er hörkuleikur í gangi á Sauðárkróki en þar hafa heimamenn þriggja stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Darrel Lewis hefur farið á kostum í liði heimamanna en kappinn er kominn með 27 stig. Earl Brown er stigahæstur Keflvíkinga með 22 stig.

Haukar virðast vera að stinga af í Þorlákshöfn en staðan þar að loknum þremur leikhlutum er 75:59. Haukur Óskarsson er atkvæðamestur gestanna úr Firðinum með 19 stig. KR-ingar auka forskot sitt jafnt og þétt í Grindavík en staðan þar er 69:55 fyrir Vesturbæinga. Michael Craion leiðir stigaskor þeirra röndóttu en hann er kominn með 18 stig.

20.00 Fyrri hálfleik er lokið. ÍR-ingar bæta við forskot sitt og eru 16 stigum yfir að loknum fyrri hálfleik gegn Hetti. Krtistján Pétur Andrésson hefur farið á kostum en hann er kominn með 17 stig. Á Sauðárkróki hafa gestirnir svarað fyrir sig en staðan í hálfleik er jöfn. Haukar sigu fram úr í öðrum leikhluta gegn Þór í Þorlákshöfn og hafa átta stiga forskot þegar liðin ganga til búningsherbergja.

Grindavík - Gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur leiða í hálfleik með 44 stigum gegn 36 og óhætt að segja að það forskot sé verðskuldað. KR hafa verið að spila gríðarlega agaðan körfuknattleik gegn Grindvíkingum. Þeir hafa ekkert verið að gera hlutina of flókna og halda sig við það sem þeir þekkja best og virkar. Grindvíkingar eru í hinsvegar í meiri vandræðum með sinn leik og mikið rótleysi sem einkennir leik þeirra fyrir framan af leik.  Að því sögðu hafa þeir verið í vandræðum varnarlega að stíga út sína menn því KR hafa hrifsað til sín 9 sóknarfráköst. 

19.36 Fyrsta leikhluta er lokið. ÍR-ingar hafa mikla yfirburði gegn nýliðum Hattar, staðan þar er 28:17 fyrir heimamenn. Jon­ath­an Mitchell er stigahæstur heimamanna með 9 stig. Íslandsmeistarar KR eru sjö stigum yfir í Grindavík. Michael Craion er atkvæðamestur meistaranna með 7 stig. Jafnt er í Þorlákshöfn þar sem Haukar eru í heimsókn. Á Sauðárkróki eru taplausir Keflvíkingar átta stigum undir.

19.15 Leikirnir eru hafnir.

19.07 - Grindavík: Lið Grindavíkur og KR eru mætt í Mustad Höllina í Grindavík upphitun er hafin. KR eru enn án Pavel Ermolinski en góðar fréttir eru hinsvegar að Helgi Már Magnússon mun koma til með að spila sinn fyrsta leik í kvöld á Íslandsmótinu en hann hefur verið frá síðan á EM í Berlín í sumar.  Grindvíkingar koma til leiks einnig örlítið særðir þar sem að Páll Axel Vilbergsson situr í borgaralegum klæðum á bekknum. Páll Axel er að ná sér eftir veikindi og sagði í samtali að skrokkurinn væri örlitið lengur að ná sér heldur en "hér um árið".   Búast má við hörku leik hér í kvöld milli tveggja sterkra liða. Grindvíkingar eiga í hættu að tapa tveimur heimaleikjum í röð þar sem þeir töpuðu hér síðast gegn ósigruðu liði Keflvíkinga. Að sama skapi eiga KR hættu á að tapa öðrum leik sínum í röð en þeir fóru í gegnum sömu raunir og Grindvíkingar í síðustu umferð þegar þeir heimsóttu Keflvíkinga. 

Michael Craion skorar fyrir KR í leik gegn Keflavík. KR-ingar …
Michael Craion skorar fyrir KR í leik gegn Keflavík. KR-ingar eru í Grindavík í kvöld en Keflvíkingar eru á Sauðárkróki. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert