Stórleikur Sigtryggs og Skallarnir áfram

Sigtryggur Arnar Björnsson.
Sigtryggur Arnar Björnsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Skallagrímur úr Borgarnesi komst í kvöld í átta liða úrslitin í bikarkeppni karla í körfuknattleik með því að sigra Breiðablik, 78:75, í æsispennandi viðureign 1. deildarliðanna í Smáranum í Kópavogi.

Sigtryggur Arnar Björnsson átti stórleik fyrir Borgnesinga en hann skoraði 33 stig í leiknum og þá tók Jean Cadet 18 fráköst. Snjólfur Björnsson var stigahæstur Blikanna með 19 stig.

Tölfræði leiksins:

Gangur leiksins: 0:12, 0:14, 9:19, 16:31, 20:33, 25:34, 33:37, 38:43, 40:46, 47:48, 51:57, 59:60, 67:67, 68:72, 73:72, 75:78.

Breiðablik: Snjólfur Björnsson 19/9 fráköst, Snorri Vignisson 14/15 fráköst, Þröstur Kristinsson 10/6 fráköst, Brynjar Karl Ævarsson 9/6 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 9, Sveinbjörn Jóhannesson 7/4 fráköst, Garðar Pálmi Bjarnason 7/4 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 14 í sókn.

Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 33/6 fráköst/5 stolnir, Jean Rony Cadet 17/18 fráköst/4 varin skot, Bjarni Guðmann Jónson 13, Atli Aðalsteinsson 9/6 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 3, Hjalti Ásberg Þorleifsson 2, Þorsteinn Þórarinsson 1.

Fráköst: 23 í vörn, 19 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert