Jakob með þrettán stig í tapi

Jakob Örn Sigurðarson í landsleik.
Jakob Örn Sigurðarson í landsleik. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður sænska körfuboltaliðsins Borås, var með þrettán stig er lið hans tapaði fyrir Oostende frá Belgíu 94:68 í FIBA-Europe bikarnum í kvöld.

Leikið var í 32-liða úrslitum mótsins í kvöld en þrátt fyrir afar jafnan fyrsta leikhluta tókst belgíska liðinu að fara með tíu stiga forskot inn í hálfleikinn.

Fjórði og síðasta leikhlutinn gerði svo út um leikinn en Oostende vann hann 24:14 og lokatölur því 94:68.

Jakob Örn var með þrettán stig fyrir Borås í dag og var næst stigahæstur í liðinu en auk þess var hann með tvö fráköst og eina stoðsendingu.

Leikið er í átta riðlum en Borås er í Q-riðli. Þetta var fyrsti leikur riðilsins en næsti leikur Borås er gegn Turk Telekom þann 6. janúar næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert