Óbreytt staða á toppnum

Gunnhildur Gunnarsdóttir var stigahæst í 16. sigri Snæfellsliðsins í dag.
Gunnhildur Gunnarsdóttir var stigahæst í 16. sigri Snæfellsliðsins í dag. Eggert Jóhannesson

Barátta Íslandsmeistara Snæfells og Hauka um deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild kvenna, Dominosdeildinni,  í körfuknattleik heldur áfram. Bæði lið unnu leiki sína í dag og eru þau jöfn með 32 stig hvort eftir 18 leiki í deildinni. Snæfell vann Val, 65:46, í Valshöllinni á sama tíma og Haukar unnu Hamar, 84:66, í Hveragerði. 

Grindavík vann Keflavík í þriðja leik umferðarinnar í deildinni í dag, 75:66, í Mustad-íþróttahúsinu í Grindavík.  Grindavíkurliðið er þar með komið upp að hlið Vals með 18 stig, Keflavík er tveimur stigum á eftir.  Stjarnan og Hamar eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar með sex og fjögur stig. 

Grindavík - Keflavík 75:66

Gangur leiksins: 2:9, 9:16, 16:20, 25:25, 31:27, 33:38, 34:44, 40:46, 44:48, 50:48, 53:54, 59:56, 61:58, 63:60, 70:63, 75:66.

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 24/13 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17/10 fráköst/5 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 13, Ingunn Embla Kristínardóttir 7/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 7/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 5, Ingibjörg Jakobsdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Keflavík: Melissa Zornig 23/10 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 11/6 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 11/11 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 8/10 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 3.

Fráköst: 32 í vörn, 11 í sókn.

Valur - Snæfell 46:65

Gangur leiksins: 5:2, 5:8, 11:12, 13:16, 16:22, 16:22, 18:25, 22:27, 28:35, 31:42, 33:49, 36:51, 36:53, 38:56, 40:60, 46:65.

Valur: Karisma Chapman 21/19 fráköst/6 stolnir/3 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/7 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Sóllilja Bjarnadóttir 2, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2.

Fráköst: 15 í vörn, 14 í sókn.

Snæfell: Gunnhildur Gunnarsdóttir 19/3 varin skot, Haiden Denise Palmer 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 8/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 4/6 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, María Björnsdóttir 3, Andrea Björt Ólafsdóttir 3/5 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 2/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2.

Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.

Hamar - Haukar 66:84

Gangur leiksins: 8:6, 13:15, 17:19, 20:25, 26:35, 32:41, 36:44, 36:53, 39:55, 43:61, 47:69, 49:69, 50:73, 56:77, 62:79, 66:84.

Hamar: Alexandra Ford 29/8 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 18/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 4/4 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 3, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2, Karen Munda Jónsdóttir 1.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Chelsie Alexa Schweers 14/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 8/4 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 8, Dýrfinna Arnardóttir 5/4 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 4/7 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 4, Pálína María Gunnlaugsdóttir 3/5 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Auður Íris Ólafsdóttir 3/6 fráköst.

Fráköst: 34 í vörn, 14 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert