Fjölnir yfir í einvíginu eftir magnaðan leik

Úr leik Fjölnis og Skallagríms í kvöld.
Úr leik Fjölnis og Skallagríms í kvöld. mbl.is/Eggert

Fjölnir er komið yfir í einvíginu við Skallagrím um sæti í Dominos-deild karla í körfuknattleik að ári eftir sigur í þriðja leik liðanna í Dalhúsum í kvöld. Lokatölur urðu 102:101 í mögnuðum leik.

Jafnræði var með liðunum svo að segja allan tímann. Skallagrímur var með þriggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta 23:20, en Fjölnir sneri blaðinu við og var yfir í hálfleik 47:46. Heimamenn bættu svo við í þriðja hluta og voru með tíu stiga forskot að honum loknum, en Skallagrímur gafst ekki upp.

Þegar átta sekúndur voru eftir var Skallagrímur yfir 101:100. Einhver reikistefna var þá um hvort liðið ætti boltann, en eftir að dómarar leiksins skoðuðu myndbandsupptöku var Fjölni dæmdur boltinn. Collin Pryor setti svo niður stökkskot þegar fimm sekúndur voru eftir og tryggði Fjölni sigur, 102:101.

Fjölnir er því yfir í einvíginu, 2:1, en vinna þarf þrjá leiki til þess að fylgja Þór frá Akureyri upp í efstu deild.

<b>Fjölnir - Skallagrímur 102:101</b>

Dalhús, 1. deild karla, 20. apríl 2016.

Gangur leiksins:: 4:4, 8:11, 14:18,

<b>20:23</b>

, 26:26, 31:30, 39:37,

<b>47:46</b>

, 55:51, 63:63, 70:65,

<b>82:72</b>

, 86:78, 88:85, 95:94,

<b>102:101</b>

.

<b>Fjölnir</b>

: Collin Anthony Pryor 30/7 fráköst/6 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 21/10 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 16/5 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 14, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 9, Árni Elmar Hrafnsson 5, Egill Egilsson 3/4 fráköst, Sindri Már Kárason 2/4 fráköst, Valur Sigurðsson 2.

<b>Fráköst</b>

: 20 í vörn, 4 í sókn.

<b>Skallagrímur</b>

: Sigtryggur Arnar Björnsson 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jean Rony Cadet 19/15 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 16/5 fráköst, Davíð Ásgeirsson 13, Hamid Dicko 10, Kristófer Gíslason 9/9 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 6, Hjalti Ásberg Þorleifsson 2.

<b>Fráköst</b>

: 22 í vörn, 20 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert