„Leiður á þessu flakki“

Hörður Axel Vilhjálmsson.
Hörður Axel Vilhjálmsson. mbl.is/Golli

Óvíst er hvað tekur við hjá Herði Axel Vilhjálmssyni, landsliðsmanni í körfuknattleik, en hann hefur lokið tímabili sínu með Trikala í Grikklandi.

Hörður Axel verður ekki áfram í herbúðum liðsins, sem var nálægt því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en var líka nálægt því að falla úr deildinni.

Hörður hefur leikið sem atvinnumaður undanfarin fimm ár í Þýskalandi, á Spáni, í Tékklandi og í Grikklandi en hann útilokar ekki að segja skilið við atvinnumennskuna og spila á Íslandi á næstu leiktíð.

Spurður fyrst út í þá upplifun að spila í Grikklandi sagði Hörður Axel; ,,Hún var öðruvísi en ég hef áður vanist bæði innan sem utan vallar. Það er ekkert verið að stressa sig á neinu í Grikklandi og tímasetningar standast í fæstum tilfellum. Það voru hlutir sem fóru í taugarnar á mér. Ég var lengi að aðlagast þessu og mér finnst miklu betra að hafa hlutina á hreinu. Ég vandist því þau þrjú ár sem ég var í Þýskalandi. Þar er allt í föstum skorðum og því voru þetta mikil viðbrigði.

Það var auðvitað gaman að fá tækifæri til þess að spila við þessi stóru lið eins og Panathinaikos, Olympiacos og AEK og mæta stórum nöfnum í boltanum. Stemningin á leikjunum gegn þessum liðum var gríðarlega góð þar sem kveikt var á blysum í stúkunni og mikil læti í stuðningsmönnum."

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert